Þjóðarauðurinn okkar

Jakobinarina 2Hér er enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum ríkir á hugviti og hvar þjóðarauður okkar liggur. Af hverju gengur stjórnvöldum svo illa að skilja hve mikilvægur listageirinn er og hve mikil verðmæti liggja í listsköpun og útflutningi á tónlist og fleiri listgreinum? Það er búið að plægja akurinn. Björk, Sigur Rós. Nú berast fréttir af velgengni Garðar Cortes sem dæmi.

 

Á sama tíma berast fréttir að Geir Haarde hafi hafnað boði um að styrkja stórtónleika væntanlega vegna hræðslu um að boðskapurinn vekji athygli á umhverfisvernd Íslendinga sem ekki er til fyrirmyndar þessa dagana. 

 

Fyrirtæki eru farin að fatta þetta og styrkja orðið listgreinar mun meir. En einhverstaðar í stjórnkerfinu er þvílík tregða og gamaldags hugsunargangur ríkjandi. Vaknið og verið velkomin á 21 öldina takk fyrir!

 

Ég óska Jakobínurínu til hamingju með samninginn og er ekki í neinum vafa að þeim eigi eftir að ganga vel á sínu sviði hér heima sem erlendis. Þeir hafa kraftinn og frumleikannn sem þarf til sköpunar.

 

Smile Smile Smile


mbl.is Jakobínarína semur við EMI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Strákarnir eru að gera góða hluti.

En í sambandi við menningu yfirleitt.. Mér finnst alveg vanta að það sé einhver sem kynnir fyrir okkur alla þessa grósku sem ólgar í íslensku tónlistarlífi. Ég reyni að vera dugleg að fylgjast með en samt er fullt sem ég er að missa af vegna þess að það er enginn vettvangur þar sem sagt er frá því hvað er á döfinni.
Úff... ætla að hætta núna,annars endar þetta með bloggi á blogginu þínu

Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 13:23

2 identicon

Held einmitt að Geir H. og co. séu ekki að fatta hvað þetta er mikil landkynning þessir tónleikar sem þeir hefðu átt að samþykkja að styrkja.
Og þó, kannski er rétt sem þú segir að þeir hafi verið skelkaðir við mótmælendur á Kárahnjúka og Helguvík...

Maja Solla (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 07:55

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo sammála þér Kiddi. Þegar ég var að læra í Oxford á lsitasviði..komu oft beiðnir inn um að fá listnema með í alls konar skipulagsvinnnu í borgum og bæjum. Þegar verið var að breyta götu eða torgum, umhveri í mótun eru listamenn iðulega kallaðir til sem ráðgjafar og til að koma sýnum hugmyndum á framfæri.  Þeir sjá stundum hlutina frá öðru sjónarhorni og hafa oft getu og hæfileika til að tengja saman eitthvað sem aðrir ekki sjá þar sem þeir hafa auga fyrir hlutföllum formum og svo hvernig verkefnið tengist mannverunni og hvar hún er staðsett í þessu öllu saman. Listamenn eru mjög mikilvægir á hvaða sviði sem er...hvar værum við ef ekki hefðum við listina..tónlistina, orðið, liti og form???

Vonandi fara íslensk stjórnvöld að taka við sér og sjá samhengið..en ég fagna því að fyrirtæki eru farin að styða og styrkja listamenn og konur. Alveg frábrt framtak. Það er leið sem maður fer af því að hún býr í hjartanu en er þannig leið að þú ræður þig varla í vinnu en verður að skapa og gera allt sjálfur. .....það segir sig sjálft að það er erfitt að gera bæði Vera í fullri vinnur til að eiga fyrir alsti í grautinn og ætla svo að skapa á kvöldin og um helgar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 09:11

4 identicon

Svo er líka annað, sem ég nefndi á blogginu mínu fyrir svolitlu síðan, að rokktónlist virðist ekki vera nógu fín fyrir þetta lið til að hægt sé að flokka hana undir menningu eða listir.
Það fer alveg afskaplega í taugarnar á mér. Hefðu þetta verið t.d. Live Earth: Classic, hefði örugglega verið hent 40 millum í sjóðinn.

Maja Solla (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Einmitt. Það er t.d. ekki gert ráð fyrir rokktónlist í nýju tónlistarhúsi. Þetta er skammsýni því öll tónlist og öll sköpun eiga jafn mikinn rétt á sér. Það eru ákveðnir hópar sem eru allt of mikið að snobba fyrir listsköpun því miður.

Kristján Kristjánsson, 8.5.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband