Færsluflokkar
Eldri færslur
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Tenglar
Áhugavert
Tónlist og Kvikmyndir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Þjóðarauðurinn okkar
6.5.2007 | 12:58
Hér er enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum ríkir á hugviti og hvar þjóðarauður okkar liggur. Af hverju gengur stjórnvöldum svo illa að skilja hve mikilvægur listageirinn er og hve mikil verðmæti liggja í listsköpun og útflutningi á tónlist og fleiri listgreinum? Það er búið að plægja akurinn. Björk, Sigur Rós. Nú berast fréttir af velgengni Garðar Cortes sem dæmi.
Á sama tíma berast fréttir að Geir Haarde hafi hafnað boði um að styrkja stórtónleika væntanlega vegna hræðslu um að boðskapurinn vekji athygli á umhverfisvernd Íslendinga sem ekki er til fyrirmyndar þessa dagana.
Fyrirtæki eru farin að fatta þetta og styrkja orðið listgreinar mun meir. En einhverstaðar í stjórnkerfinu er þvílík tregða og gamaldags hugsunargangur ríkjandi. Vaknið og verið velkomin á 21 öldina takk fyrir!
Ég óska Jakobínurínu til hamingju með samninginn og er ekki í neinum vafa að þeim eigi eftir að ganga vel á sínu sviði hér heima sem erlendis. Þeir hafa kraftinn og frumleikannn sem þarf til sköpunar.
Jakobínarína semur við EMI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlist
Klassíkar plötur
Er að hlusta á
-
Alice Cooper - Welcome To My Nightmare -
The Who - Tommy De Luxe Edition -
James Carr - Complete Goldwax Singles
Nýjar plötur
Er að hlusta á
-
Bruce Springsteen - Working On A Dream -
Ýmsir - Theme Time Radio Hour With Your Host Bob Dylan -
Anthony & The Johnson - Crying Light -
Sin Fang Bous - Clanger -
Brett Anderson - Wilderness -
Trivium - Shogun -
Yngwie J. Malmsteen - Perpetual Flame
Bækur
Á náttborðinu
-
Slash: Slash
Nota bene
DVD Hillan
Er að horfa á
Orðið
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- aloevera
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Atli Freyr Arnarson
- Áddni
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Á senunni,félag
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Björg Ásdísardóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Dofri Hermannsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gils N. Eggerz
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grumpa
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Bergmann
- Guðni Már Henningsson
- Gulli litli
- Halldór Ingi Andrésson
- Haukur Viðar
- Heiða
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Hljómsveitin Swiss
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hr. Örlygur
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingvar Valgeirsson
- Íris Ásdísardóttir
- Jakob Smári Magnússon
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jón Steinar Ragnarsson
- jósep sigurðsson
- Karl Tómasson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketilás
- Kolgrima
- Krummi
- Lauja
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Ásdísardóttir
- Magnús Geir Guðmundsson
- Morðingjaútvarpið
- Morgunblaðið
- My Music
- Myndlistarfélagið
- OM
- Óskar Þorkelsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ruth Ásdísardóttir
- SeeingRed
- Sigga
- Siggi Lee Lewis
- SIGN
- Steingrímur Helgason
- Stenn Backman
- Sverrir Stormsker
- Thelma Ásdísardóttir
- Torfusamtökin
- Tómas Þóroddsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vér Morðingjar
- Vinir Tíbets
- Þjóðleikhúsið
- Þorsteinn Briem
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Strákarnir eru að gera góða hluti.
En í sambandi við menningu yfirleitt.. Mér finnst alveg vanta að það sé einhver sem kynnir fyrir okkur alla þessa grósku sem ólgar í íslensku tónlistarlífi. Ég reyni að vera dugleg að fylgjast með en samt er fullt sem ég er að missa af vegna þess að það er enginn vettvangur þar sem sagt er frá því hvað er á döfinni.
Úff... ætla að hætta núna,annars endar þetta með bloggi á blogginu þínu
Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 13:23
Held einmitt að Geir H. og co. séu ekki að fatta hvað þetta er mikil landkynning þessir tónleikar sem þeir hefðu átt að samþykkja að styrkja.
Og þó, kannski er rétt sem þú segir að þeir hafi verið skelkaðir við mótmælendur á Kárahnjúka og Helguvík...
Maja Solla (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 07:55
Svo sammála þér Kiddi. Þegar ég var að læra í Oxford á lsitasviði..komu oft beiðnir inn um að fá listnema með í alls konar skipulagsvinnnu í borgum og bæjum. Þegar verið var að breyta götu eða torgum, umhveri í mótun eru listamenn iðulega kallaðir til sem ráðgjafar og til að koma sýnum hugmyndum á framfæri. Þeir sjá stundum hlutina frá öðru sjónarhorni og hafa oft getu og hæfileika til að tengja saman eitthvað sem aðrir ekki sjá þar sem þeir hafa auga fyrir hlutföllum formum og svo hvernig verkefnið tengist mannverunni og hvar hún er staðsett í þessu öllu saman. Listamenn eru mjög mikilvægir á hvaða sviði sem er...hvar værum við ef ekki hefðum við listina..tónlistina, orðið, liti og form???
Vonandi fara íslensk stjórnvöld að taka við sér og sjá samhengið..en ég fagna því að fyrirtæki eru farin að styða og styrkja listamenn og konur. Alveg frábrt framtak. Það er leið sem maður fer af því að hún býr í hjartanu en er þannig leið að þú ræður þig varla í vinnu en verður að skapa og gera allt sjálfur. .....það segir sig sjálft að það er erfitt að gera bæði Vera í fullri vinnur til að eiga fyrir alsti í grautinn og ætla svo að skapa á kvöldin og um helgar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 09:11
Svo er líka annað, sem ég nefndi á blogginu mínu fyrir svolitlu síðan, að rokktónlist virðist ekki vera nógu fín fyrir þetta lið til að hægt sé að flokka hana undir menningu eða listir.
Það fer alveg afskaplega í taugarnar á mér. Hefðu þetta verið t.d. Live Earth: Classic, hefði örugglega verið hent 40 millum í sjóðinn.
Maja Solla (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:34
Einmitt. Það er t.d. ekki gert ráð fyrir rokktónlist í nýju tónlistarhúsi. Þetta er skammsýni því öll tónlist og öll sköpun eiga jafn mikinn rétt á sér. Það eru ákveðnir hópar sem eru allt of mikið að snobba fyrir listsköpun því miður.
Kristján Kristjánsson, 8.5.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.