Jónsmessuganga

Ég var að koma úr Jónsmessugöngu um Elliðardalinn. Það var gengið frá Árbæjarsafni niður gömlu þjóðleiðina niðrí dal. Við komum við í æðislegum garði þar sem elsti greniskógur landsins er og það var upplifun. Maður trúir því varla að svona sé til rétt hjá manni. Ábúandinn gékk með okkur um garðinn og fræddi okkur um garðinn. Síðan var gengið niður að virkjuninni á Orkuveitunni og á leiðinni fræddu tveir leiðsögumenn okkur um sögu dalsins o.fl.

Þetta var æðislega gaman. Einn af þessum hlutum sem maður gerir allt of sjaldan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hlýtur að hafa verið garðurinn hennar Guðrúnar Ágústsdóttur, vinkonu minnar, eða réttara sagt fyrrverandi garðurinn hennar og síðast þegar ég vissi átti dóttirin hann.  Rétt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 01:37

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nei Guðrún bjó þarna rétt hjá. Ég man ekki hvað maðurinn heitir sem á garðinn en hann var mjög gamall og hafði tekið við trjáræktinni í garðinum af pabba sinum. Elstu trén voru frá 1937 held ég. Risagarður hjá kallinum :-)

Kristján Kristjánsson, 23.6.2007 kl. 02:08

3 Smámynd: Grumpa

var einmitt að spá í að fara í þennan labbitúr. hefði eflaust farið ef ég hefði vitað að þú værir þar. nennti ekki að væflast með eintómum ellilífeyrisþegum og saumaklúbbskerlingum (nei, ég er ekki fordómafull  )

Grumpa, 25.6.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já við vorum þarna Björg og ég Við lækkuðum meðalaldurinn um nokkur ár

Kristján Kristjánsson, 25.6.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband