Magnaðir Mínustónleikar

Fór á tónleika með Mínus á Grand Rokk í gærkveldi. Þetta var í fyrsta skiftið sem ég sé þá með nýja skipaninu og þetta voru æðislegir tónleikar. Það var í fyrsta lagi æðislegt að sjá þá aftur á litlu sviði. Hljómgæðin voru léleg til að byrja með en lagaðist fljótt. Þeir vorum mun þyngri en áður og bandið brilleraði alveg. Nýji bassistinn er fínn og Bjössi trommari er alltaf að verða betri og betri. Hann er einn besti trommuleikari landsins í dag, engin spurning. Bjarni var fínn á gítarnum og lögin urðu hrárri með bara einum gítarleikara og það var fínt. Það er spurning með flóknari lög eins og t.d. "Futurist" þau verða öðrvísi "live" en eins og kom fram áður, hrárri og kraftmeiri. Krummi var í fínu formi mikill léttleiki og spilagleði í strákunum.

 

Ég skemmti mér  þrælvel og er enn með suð í eyrum eftir mikið rokk og ról :-)

 

Ég verð að taka fram ánægju mína með reykbannið. Mér finnst allt annað líf að vera tónleikum núna, sérstaklega á svona litlum stöðum Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

sammála! skemmti mér alveg konunglega!!

Grumpa, 15.7.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband