Spamalot
6.8.2007 | 21:57
Ég er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki
Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.
Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli
P.S.
Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra.
H.I.F.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Halló Kiddi!
Velti því nú fyrir mér hve oft þú hefur farið til Lon og Don!
50 til 100 skipti? Held að það sé varlega giskað hjá mér!
En þú flytur dánarfregn merks manns, karlinn um margt flottur og dúettinn þeirra Nancy í Summerwine í miklu uppáhaldi hjá mér. ein vinnkona mín sem uppgötaði hann með látum nýlega, mun áreiðanlega gráta fögrum tárum núna við þessa fregn!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 21:18
Kannski ekki svona oft Magnús. En rétt oft er það. Man það ekki nákvæmlega enda skiftir það ekki máli. London er æðisleg borg, hef aldrei leiðst þar
Kristján Kristjánsson, 8.8.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.