Gay Pride

Í dag fer ég í bæjinn og fylgist með gleðigöngunni eins og alltaf. Ég man ekki eftir að hafa misst af neinni göngu frá upphafi. Gay pride er orðinn ómissandi hlutur bæjarlífsins finnst mér eins og menningarnótt og þorláksmessa og Iceland Airwaves og fleiri ómissandi viðburðir. Að sjálfsögðu styð ég baráttu samkynhneigðra heils hugar. Það að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar, trúarbragða, litarhátts eða kynferðis er mér algerlega óskiljanlegt og okkur mannkyninu til skammar.

 

Þó ég teljist sjálfur vera Gagnkynhneigður hefur samkynhneigð alltaf verið hluti af mínu lífi því svo margir sem eru mér náin eru samkynhneigðir. Kannski ekkert skrýtið þar sem mér líður alltaf best með frjóu og opnu fólki. Samkynhneigð er reyndar það eðlilegur hluti af mínu lífi að sjaldnast tek ég eftir því hvort fólk sé samkynhneigt eða ekki. Enda hvaða máli skiftir það? Þegar Freddie Mercury dó og það varð opinbert að hann væri gay þá sá maður það að sjálfsögðu eins með Rob Halford o.fl sem hafa opinberað samkynhneigð en þetta er einhvernveginn ekkert sem maður spáir í dags daglega. Sennilega út af því að mér finnst ekkert óeðlilegt við það :-)

 

Til hamingju með daginn og hlakka til að taka þátt í gleðinni í dag. Af tilefni dagsins set ég hér með nokkur lög sem hafa einhverja Gay tengingu

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morðingjaútvarpið

Ég keypti mér bleikan Woody's í tilefni dagsins!

-Skinkuorgel 

Morðingjaútvarpið, 11.8.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já hugsaðu þér ef fólk eins og Brad Pitt og Angelina Jolie myndu kalla saman blaðamannafund til að tilkynna að þau væru gagnkynhneigð og væru búin að finna út að þau hafi verið það allan tímann.  Hvaða máli skiptir kynhneygð fólks...nema í tilhugalífi og ástarbralli að sjálfsögðu

Thelma Ásdísardóttir, 11.8.2007 kl. 21:44

3 identicon

Rakst á LSD með William Shatner á blogginu, Brjálað vídeó, En hefurðu séð Bilbo Baggins með Leonard Nimoy vídeóið?????

Það kostar hjartaáfall eða bleyju ég hef aldrei séð neitt eins hryllileg--------a fyndið

The Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:02

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Bilbo Baggins er bara snilld
 

Kristján Kristjánsson, 12.8.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband