Cornell var góður

Ég er mjög sáttur við Chris Cornell tónleikana. Cornell er einn af betri söngvurum rokksins og olli mér engum vonbrigðum.

 

Hann náði frábærri stemmingu í höllinni og var gaman hvað áhorfendur voru með lögin á hreinu enda geislaði af kallinum og hann var greinilega mjög ánægður með viðtökurnar.

 

Cornell flutti flest lögin sem ég var að vonast eftir enda tónleikarnir náðu hátt í tvo og hálfann tíma. Hann endaði svo með Whole Lotta Love eftir Led Zeppelin og lauk tónleikunum með krafti. Toppurinn fyrir mig var Jesus Christ Pose og Black Hole Sun. Outshined og Say Hello 2 Heaven voru líka hápunktur.

 

Órafmagnaður kafli um miðbik tónleikana kom líka mjög vel út. 

 

Hljómsveitin sem hann var með var ekki frábær. Svona sæmilegir spilarar og sérstaklega tók maður eftir því að Soundgarden lögin hljómuðu ekki eins vel og maður vonaði. Enda kannski ekki hægt því Soundgarden var einstök hljómsveit. 

 

En án þess að fara of mikið í smáatriði þá var þetta hin besta skemmtun og mikil upplifun að sjá Cornell á sviði. Æðisleg stemming í höllinni og hljóðið gott. Ég er sáttur!

 

 


mbl.is Chris Cornell með tónleika í Laugardalshöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vöru spilararnir úr Race aganst með honum.......?

Res (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nei ég þekki ekki til þessara spilara. 

Kristján Kristjánsson, 9.9.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: Haukur Viðar

Þetta voru bara einhverjir nóneims.

En já, ég skemmti mér vel (sjá blogg mitt) og er að taka rúntinn og sjá hvernig fólk var að fíla þetta.

Ég vissi ekki að ég fílaði Outshined svona vel fyrr en ég heyrði það live í gær

Haukur Viðar, 9.9.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þetta lukkaðist vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óli Palli var nú ekki alveg svona hrifin eins og þú, fannst vanta kraft í karlinn, en nóg um það.

En varðandi Cornellinn, sem við erum aldeilis sammála um að er afbragðssöngari, þá finnst mér reyndar eftir því sem árin líða, ekki hvað síst merkilegt við Seattlebylgjuna, hversu margir slíkir söngvarar komu fram! Vedderinn auðvitað, Layne heitinn Staley og síðast en ekki síst, Mark Lanegan í Screaming Trees, sem hefur síðar sent frá sér fínar plötur og þú þekkir auðvitað!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.