Skemmtileg bæjarstemming

Rosalega er að myndast skemmtileg stemming í kringum Airwaves Smile Verður skemmtilegri með hverju árinu. Bæði með gestum sem virðist fjölga með hverju ári og Íslendingum sem átta sig alltaf með þessarri hátíð hvað vig eigum fjölbreytta og skemmtilega flóru af frábærum listamönnum. Þegar dagskráin er skoðuð kemur svo sannarlega í ljós hvað við eigum rosalega mikið af frábærum hljómsveitum og listamönnum. Þetta er að sjálfsögðu það sem útlendingar sækja í.

 

Ég held að alltof margir Íslendingar átta sig ekki almennilega á þessu. Fólk er dálítið upptekið af einhverskonar efnishyggju og "lífsgæðakapphlaupi" til þess að átta sig á þessum geysilega mannauði sem við eigum. Bullandi menningarlíf í leikhúsi, tónlist og geysilegt hugvit er meira virði er skyndigróði að mínu áliti. Það sem skiftir máli er að sjálfsögðu að við byggjum upp þjóðfélag sem byggir á bjartsýni og þeim krafti sem við eigum. Hlúum að þeim sem minna mega sín og notum ríkisdæmi okkar, bæði menningarlegu og veraldlegum til að byggja upp ekki rífa niður! 

 

Annars er þetta búin að vera erfið en skemmtileg vika. Það var ljóst í byrjun viku að maður mundi ekki eiga mikinn tíma aflögu utan vinnu og Airwaves stússi. Það var líka reyndin Smile Í dag er ég bara búinn að liggja eins og skata og er að hlusta á tónlist og horfa á Hitchcock myndir LoL

 

Ég veit ekki einu sinni hvaða bók Skrudduklúbburinn valdi á síðasta fundi! Hmmm er þetta ekki bara það sama og ég var að röfla yfir í pistilum hér fyrir ofan. Maður gleymir vinum sínum og fjölskyldu í vinnubrjálæði LoL

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er algjörlega ósammála!! Enda drullufúl út í þetta system.

Mér finnst búið að eyðileggja það sem var (að mínu mati) aðal sjarmurinn við Iceland Airwaves!
Ég elskaði að liggja yfir prógramminu og reyna að fá tímasetningarnar til að smella saman við það sem mig langaði helst að sjá! Pússla þessu öllu saman og vera svo á hlaupum á milli staða til að missa helst ekki af neinu sem var ofarlega á must-see listanum.

Núna er þetta ekki hægt! Maður verður helst að finna sér einn stað til að hanga svo á allt kvöldið af því að það eru orðnar svo geigvænlegar biðraðir að það er ekki hægt að flakka á milli.  Þetta ástand hefur verið að versna ár frá ári og nú er svo komið að það er algjörlega ómögulegt að þvælast á milli staða

Heiða B. Heiðars, 21.10.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

hehe... pínu pirruð yfir þessu eins og sést...kannski smá:)

En auðvitað er stemningin frábær og eiginlega engu lík. Frábært að vera í bænum þessa helgi. En ég sakna Airwaves eins og það var.... en það var svo sem viðbúið að hátíðin myndi vaxa eins frábær og hún er

Heiða B. Heiðars, 21.10.2007 kl. 17:24

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta er reyndar alveg kórrétt hjá þér Heiða. Veð hverju ári aukast vinsældir Airwaves. Síðustu 3 ár hefur í raun verið erfitt að flakka á milli staða. Svo í þokkabót eru fasistar sem kalla sig "eftirlitið" sem sjá Airwaves sem árshátíð hjá sér. Hlaupa á milli staða og telja hausa og stoppa staðina að hleypa inn ef það er einum of gest of mikið á staðnum. Það er mjög sérstakt á Airwaves, fólk vill flakka á milli og það er ekkert óeðlilegt að flæðið sé mikið og á einhverjum punktum það verði of mikið á einum stað, það jafnar sig fljótt. Lögreglan hefur skiling á þessu er mér sagt en eftirirlitið ekki sem er reyndar undir sama hatti. Þetta er sviðað og þegar þeir ganga um og telja borðini fyrir utan veitingastaði á sumardögum! Grrr þetta gerir mig reiðann!

En jákvæða er að bæjarstemmingin er alltaf að verða skemmtilegri og það eru svo margar uppákomur sem tengjast ekki dagskránni beint og þar hef ég mikið verið að vinna í kringum síðustu daga og mér fannst æðislegt hvað myndaðist góður fílingur þar

Kristján Kristjánsson, 21.10.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Úps gleymdi að lesa textann yfir í kommenti 3 Afsakið stafsetningarvillur!

Kristján Kristjánsson, 21.10.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Iddi minn, þér fyrirgefst allt og til lukku með I.A.! En sendi þér skeyti á smekkleysa.net meðan þú varst úti, blessaður tékkaðu á því!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Tékka á því Maggi!

Kristján Kristjánsson, 21.10.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband