3 mínútur af Sex Pistols

Ég var sæmilega spenntur fyrir nokkrum árum þegar Sex Pistols komu loks saman á ný og ætlaði að sjá tónleika með þeim á stóra sviðinu á Hróarskeldu. Stuttu eftir að þeir birtust á sviðinu stirðari en andskotinn og ekki í miklu formi fannst mér þá kastaði einhver lítill pönkari eitthvað uppá svið og Johnny Rotten stoppaði lagið og hraut einhverjum ónotum að áhorfendum. Þetta fannst litlu pönkurunum sniðugt og köstuðu örlítið seinna meira uppá svið. Nei nei þá ruku prímadonnurnar af sviðinu og spiluðu ekkert meira!

Þannig að þessi mikla endurkoma tók um 3 mínútur og ég áhvað að ekki mundi ég aftur reyna að sjá þessa gaura á sviði. Vissulega er þetta merkileg hljómsveit sögulega séð og plöturnar með P.I.L. fansst mér mjög fínar. En ef guðfeður pönksins þola það ekki að einhverju smádóti sé hent uppá svið er ekki mikið pönk eftir finnst mér!


mbl.is Sex Pistols hita upp fyrir tónleikaferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta verða þá bara tónleikar í vernduðu umhverfi núna ekki satt haha!?

Og líkast til eru pundin eitthvað fá í veskinu hjá sumum líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 01:25

2 identicon

ég var einmitt viðstaddur þarna og fannst þeir aulalegir. endur-endurkoma þeirra verður að ég held eitthvað skrípó. hef engan áhuga á að heyra í þeim.

Birkir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.