Eftirlitsmenn í Strætó!

Ég er oft að spá í hvort Strætó bs geti ekki gert neitt rétt. Það virðist allt sem þeir gera klúðrast. Eitt rétta skrefið var tekið í haust þegar ákveðið var að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó. Gott mál og mætti gera það sama fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég er endilega ekki fylgjandi persónulega að það sé frítt í strætó. Ég vil frekar borga og fá góða þjónustu og gott leiðarkerfi. En Strætó tekst alltaf að fá á sig neikvæða mynd. Lélegt leiðarkerfi og hundfúlir bílstjórar og handónýt heimasíða eru nokkur atriði. Nú hefur enn eitt bætt við. EFTIRLITSMENN Í STRÆTÓ!

 

Ok mér finnst mjög gott mál að strætó ráði menn til að fylgjast með þjónustu og leiti við að þjónusta farþega. En það sem ég var vitni af í morgun var hreint fáráðlegt. Maður kom inní vagninn og kallaði valdsmannlega. Allir upp með strætókortin! Ég tók upp græna kortið mitt og skildi ekki alveg tilganginn þar sem ég hafði stuttu áður sýnt vagnstjóranum það þegar ég gékk inní vagninn. Það var útlensk kona sem skildi ekki alveg hvað maðurinn var að spyrja um og hann spurði hana "Where are you from". Bíddu fyrirgefðu; Hvað kemur starfsmönnum Strætó við hvaðan fólk kemur? Þetta er dónaskapur!

 

En ég áttaði mig svo á að aðaltilgangurinn hjá þessum manni var að athuga hvort skólafólk væri að misnota kortin sín því þeir sem voru með slík kort voru krafin um persónuskilríki!  Það er semsagt orðið málið hjá Strætó að ráða menn til að athuga hvort skólafólkið sé að misnota kortin sín! Hvað ætli þetta kosti bæði í launakostnaði og fækkun á farþegum sem eru ekki til í að lenda í dónaskapi þessara eftirlitsmanna? Það er ekki nóg með að þurfa bíða í lon og don eftir vagni, lenda svo í úrillum bílstjórum heldur er líka verið að trufla þig í miðri ferð að skoða kortið þitt? Hvað með fólk sem borgar með miðum eða peningum. Þurfa þau að útskýra það fyrir þessum mönnum? 

 

Enn og aftur er verið að líta á strætófarþega sem annars flokks fólk. Krakka, gamalmenni eða fátæklinga sem hafa ekki annann kost. Og þessir örfáu sem vilja ferðast með strætó af umhverfis og hagkvæmisátæðum fækka og fækka. Ég lýsi fullri ábyrð á stjórnendum borgarinnar. Það er skylda ykkar að bjóða uppá gott samgöngukerfi sem ALLIR GETA NOTAÐ!!!!!!!!!!!

 

Skammist ykkar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna! og ég sem hélt að þeir gætu ekki orðið verri.

Ragga (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þar kom að því.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.10.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Grumpa

lenti í þessum eftirlitsmanni um daginn, sá skoðaði þó kortin um leið og fólkið kom inn í vagninn. eyddi þó mestum tímanum í að gjamma við bílstjórann meðan hann var að keyra

Grumpa, 30.10.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Kiddi!

Góður pistill um leiðinlegan sannleik!

Hér í höfuðstaðnum nyrðra fer senn að´ljúka tilraunaverkefninu með frítt í strætó í eitt ár!

Hefur bæjarstjórnin ekki átt sjö dagana sæla, en þessi tilraun er örugglega það sem íbúarnir eru einna ánægðastir með! Samt alveg sammála þér um að sumir mega alveg borga!

En vel á minnst, engan hef ég listan fengið enn!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.