Annríki

Nú er sá tími ársins sem allt er vitlaust að gera í vinnunni. Það er bara fínt en bitnar á frítímanum og þar með blogginu Smile Ég lít alls ekki á það sem kvöð eða skyldu að blogga, en skratti gaman finnst mér.

 

I adapt 2

 

 

Það verða spennandi útgáfutónleikar á laugadagkvöld. Útgáfutónleikar I Adapt á Grand rokk. Það eru fáar hljómsveitir jafn kraftmiklar á tónleikum!

 

Platan þeirra "Chainlike burden" er ein sú besta sem hefur komið út á árinu.

 

 

Iron MaidenBloggvinur minn Aðalsteinn segir frá á síðu sinni að Iron Maiden koma til Íslands í ágúst á næsta ári og það eru frábærar fréttir ef það reynist rétt. Ég hef líka heyrt þennan orðróm og er nokkuð viss um að þeir koma en það hefur ekki verið staðfest á aðdáendasíðu Maiden ennþá. En það hafa verið staðfestir tónleikar í London þann 5 júlí næstkomandi og ég er að spá í að skella mér þangað. Maður sér þá bara tvisvar ef þeir koma Smile

 

Sign

 

 

Annars er það svo Sign og Skid Row 1 des næstkomandi á Nasa. Mæli með nýju Sign plötunni, hún er eðal Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég syng og dansa af gleði ef Maiden eru væntanlegir. Ein af mínum uppáhalds, samt svolítið langt á eftir Rush. Fór með strákinn minn eldri síðast og við skemmtum okkur betur en svín í skít.

Svo fer maður náttúrulega á ballið á Nasa í desemberbyrjun. Annað væri ógeðfellt.

Ingvar Valgeirsson, 21.11.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég var að fá nokkuð áræðanlegar heimildir í morgun að Iron Maiden koma ekki til Íslands á næsta ári

Kristján Kristjánsson, 22.11.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu um einhverja góða sem eru væntanlegir.??

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Jens Guð

  Ó,  ég sakna jólabrjálæðisins síðan ég var með Stuð-búðina.  Þá seldi maður jafn margar plötur í des. eins og allan hinn hluta ársins.  Þar af jafn margar plötur á Þorláksmessu og alla hina daga des. til samans.  Og allir kátir og hressir.

Jens Guð, 23.11.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Grumpa

kanski maður skelli sér bara á Nasa. aldrei séð Sign live og Skid Row gætu alveg verið fínir þó Sebastian Bach sé fjarri góðu gamni

Grumpa, 26.11.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.