Skrýtinn dagur

Þetta var einn af þessum dögum sem leið einhvernveginn í móðu. Eiginmaður vinnufélaga míns dó um helgina. Hann var tæplega fimmtugur. Það var sorg yfir skrifstofunni í morgun. Það var meiriháttar klúður í gangi með eina af stærri útgáfum okkar fyrir jólin en einhvern veginn virkaði það svo litilsvert þegar svona hlutir gerast. Það er allavega hægt að laga það þó það kosti mikla vinnu og óþægindi. En hvaða máli skiftir það? Ef að þessi mannlegi harmleikur hefði ekki komið upp hefði maður eflaust verið dauðstressaður og bölvað öllu í sand og ösku. En þetta minnti mann á að það er lífið sem skiftir máli. Hitt er bara vinna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.