Leikhúsbröltið

Ég sé að sósíaldagbókin hjá mér er ansi þétt næstu daga. Á morgun fer ég að sjá söngleikinn Leg eftir Hugleik í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag er svo Dagur Vonar í Borgarleikhúsinu sem SPRON bauð mér á. Svo á föstudag liggur leiðin aftur í Þjóðleikhúsið á Hamskiptin eftir Kafka. Svo er Sign og Skid Row á laugardagskvöld Devil Þar sem vinnudagbókin er ansi þétt líka þessa dagana verður ekki mikill tími eftir fyrir allt hitt Smile

 

Annars er ég búinn að vera duglegur að fara í leikhús í haust. Séð 4 sýningar í London og 4 sýningar hér heima. Í London sá ég "Monty Python's Spamalot" sem var mjög skemmtileg. Söngleikurinn byggðist að mestu leiti á kvikmyndinni "Monty Python's Holy Grail" þó að hún hafi tekið margt úr öðrum verkum Python's. Þeir gerðu mikið grín á söngleikjaforminu og ég skemmti mér þrælvel LoL

 

Næst var það "39 Steps" sem var mjög fínt líka. Leikritið byggði meira á kvikmynd Alfred Hitchcock heldur en bókinni. Hún var meira grín en spenna og það voru bara fjórir leikarar í sýningunni sem flest brugðu sér í mörg hlutverk. Mjög fínn leikhópur og ég mæli alveg með þessu stykki.

 "Glengarry Glen Ross" skartaði Jonathan Pryce í aðalhlutverki og þó mér hafi fundist verkið vera frekar stutt, þá var það alveg þrælfínt. Kvikmyndin með Al Pacino var mun ítarlegri en leikritið. Gaman að sjá svona góða leikara á sviði.

 

Að lokum datt ég óvænt inná gamanleik sem heitir "Bonjour  Bonjour". Það var mjög skemmtilegt. Ekta farsi sem gékk vel upp og það var ekki dauð stund þó að leikritið hafi verið í næstum tvo og hálfann tíma Smile Jean Marsh lék aðalhlutverkið og hún er þekkt m.a. fyrir hlutverk í "Upstairs Downstairs" sjónvarpsþáttunum og myndum á borð við "Örninn er sestur".

 

Hér heima sá ég "Belgíska Kongó" loksins í haust. Það er snilldarverk. Eggert Þorleifsson var stórkostlegur í hlutverki gamlar konu. Eftir fimm mínútur var maður búinn að gleyma að hann væri karlmaður að leika konu. Það kallar maður góðan leik Smile

 

Næst sá ég "Ræðismannaskrifstofuna. Þetta er það versta leikrit sem ég man eftir á sviði. Það voru frábærir leikarar og allt það en stykkið er samt ömurlegt. Það er leikið á einhverri "Bullensku" og ég átti mjög erfitt að sjá hvaða snilld þetta leikrit átti að túlka. Púff það var ekki einu sinni hlé til að labba út af.

 

En næsta stykki bætti þetta upp. Það var "Hjónabandsglæpir" í Þjóðleikhúsinu. Það var næstum tveggja tíma leikrit með engu hléi sem leið eins og skot. Tveir leikarar sem voru óaðfinnanleg. Frábær leikhúsupplifun.

 

Að lokum í þessari löngu upptalningu sá ég "Lík í óskilum" í Borgarleikhúsinu. Ég var ekki mjög hrifinn af því. Labbaði að vísu ekki út í hléi en leikritið var ekki nógu fyndið né markvisst sem farsi. Það var gaman að bera það saman við "Bonjour", þar sá maður mun á plotti sem er skemmtilegt og gengur upp Smile En leikhúsupplifunin er alltaf áhugaverð og mér finnst rosalega gaman að fara í leikhús Smile

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.