Notum Aflið

Jens Guð vekur athygli á aðstæðum Aflsins sem eru systursamtök Stígamóta á Norðurlandi, á bloggsíðu sinni. Framlög sveitafélaganna til samtakanna eru skammarleg finnst mér. Sérstaklega Húsavíkurbær sem leggur 2000 kr á mánuði til samtakanna samhvæmt heimildum Jens.

 

En jáhvæða er að listamenn á borð við Lay Low leggur allan ágóða sinn af næstu plötu sinni "Ökutímar" til samtakanna. Einnig mun Leikfélag Akureyrar legga til alla miðasölu á leikritinu "Ökutímar" í janúar til samtakanna. Húrra fyrir þessu fólki. Það er meiri skilningur þar á ferð en hjá sveitafélögum.

 Notum aflið á blogginu og vekjum athygli á þessu málefni.

 



Hér er kynning á samtökunum sem ég fékk lánað af heimasíðu samtakanna.

 

Hvað er Aflið?

Aflið er samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.

 

Þar sem um mjög viðkvæm og persónuleg mál er að ræða er lögð rík áhersla á að fyllsta trúnaðar og þagmælsku sé gætt um öll mál og þá einstaklinga sem þangað leita.

 

Fyrir hverja er Aflið?

Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf.

Það þarf mikinn kjark til að leita sér aðstoðar eftir áfall af þessum toga og er sérstaklega tekið tillit til þess þegar leitað er til Aflsins, því þar starfa sem leiðbeinendur einungis þeir sem eru sjálfir þolendur ofbeldis.

Hvað er í boði?

Símavakt allan sólarhringinn.

Einstaklingsviðtöl.

Sjálfshjálparhópar fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis.

Fyrirlestrar um starfsemi Aflsins, kynferðis- og heimilisofbeldi og afleiðingar þess.

Farið er í skóla, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eftir beiðnum.

Öll þjónusta Aflins við þolendur og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.

Hversu algengt er kynferðisofbeldi?

Tölfræðin sýnir að:

· * 1 af hverjum 4 stúlkum

· * 1 af hverjum 10 drengjum

verða fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Talið er að önnur hver kona hafi þurft að þola einhverskonar kynferðisofbeldi á lífsleiðinni.

Í hverju felst starfið?

Vinnan á Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu "sérfræðingarnir" í eigin lífi, það er að segja:

Enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær stuðning og samkennd frá annarri/öðrum menneskju/m með sömu reynslu.

Þeir sem leita til Aflsins eru alls staðar að af landinu en þó sérstaklega frá Norðurlandi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þó að manni þyki mánaðarlegur styrkur upp á 2000 kr.  lítilfjörlegur í þessu tilfelli þá myndi virkilega muna um það ef öll sveitarfélög á Norðurlandi myndu að minnsta kosti legga Aflinu til 2000 kr.  mánaðarlegan styrk.  Það gera þau nefnilega ekki.  Ég held að Akureyri,  Húsavík og Dalvík séu einu sveitarfélögin sem styrkja Aflið.  Kannski er ég að gleyma einhverju einu sveitarfélagi til viðbótar. 

  Sveitastjórnarmenn í Skagafirði,  Blönduósi og öllum hinum sveitarfélögunum mega skammast sín fyrir afgreiða ekki styrki til þessa - því miður - nauðsynlegu samtaka.

Jens Guð, 15.12.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, einmitt ef allir leggja í púkk gæti þetta orðið ágætis upphæð.  Þessvegna er t.d. velta kreditkorta fyrirtækjanna svona mikil, allir versla eins og óðir þó svo þá vanti ekkert og þannig toppa Íslendingar  sjálfa sig mánuð eftir mánuð.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, sleppa mörghundruðþúsunda styrk vegna árs kartöflunnar 2008 (því miður er ég ekki að grínast með þetta) og henda því í Aflið. Þá myndi ég gleðjast.

Annars vil ég, Kiddi minn, benda á hljómsveitargetraunina á blogginu mínu. Tengist umfjöllunarefni þínu þó alls ekki neitt.

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2007 kl. 21:52

4 identicon

Flott að minnast á þetta hér Kiddi.

Lay Low er að sýna glæsilegt fordæmi, hún vekur athygli á samtökum sem alltof fáir hafa heyrt um.

Bkv.

þáb

Þráinn Árni B. (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:57

5 Smámynd: Grumpa

þörf ábending hjá þér Kiddi.

 ...og þetta með ár kartöflunnar hlýtur að hafa verið ákveðið þegar sveitarstjórnarmenn fóru í fyllirísreysu í Þykkvabæ fyrst þetta er ekkert grín

Grumpa, 17.12.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.