Ráðið

Eitt af þeim ljóðum sem situr í mér eftir frábæra minningartónleika Bergþóru Árnadóttir er ljóðið "Ráðið" eftir Pál J Árdal. Hansa flutti þetta lag á tónleikunum óaðfinnanlega.  

 

Ráðið 

Ljóð: Páll J. Árdal

 

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,

Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,

En láttu það svona í veðrinu vaka

Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

 

En biðji þig einhver að sanna þá sök,

Þá segðu, að til séu nægileg rök,

En náungans bresti þú helzt viljir hylja,

Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.

 

Og gakktu nú svona frá manni til manns,

unz mannorð er drepið og virðingin hans.

Og hann er í lyginnar helgreipar seldur

og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.

 

En þegar svo allir hann elta og smá,

með ánægju getur þú dregið þig frá,

og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,

þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

 

Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,

en syndugir aumingja menn erum vér,

því umburðarlyndið við seka oss sæmir.

En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.”

 

Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.

Með hangandi munnvikum varpaðu önd,

og skotraðu augum að upphimins ranni,

sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

 

Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,

ég held þínum vilja, þú fáir þá náð

og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.

En máske, að þú hafir kunnað þau áður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld...annars er uppáhalds Bergþórulagið mitt Frá liðnu vori við texta Tómasar en Svavar Knútur tók það frábærlega í Kastljósi á fimmtudagskvöldið.

Kiddi þú ert búinn að kveikja Bergþóru áhugann hjá mér aftur , er að leita að diskinum Lífsbókin í safninu mínu, sem kom út fyrir nokkrum árum en finn hann ekki... skítt, verð að fá mér þennan nýja. 

Bubbi J. (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sælir félagar!

Það er nú aðeins meir en að ein plata sé að koma, heldur mun Aðalsteinn Ásberg vera með í bígerð heildarútgáfu held ég á plötum hennar, einar sex geislaskífur í kassa! SVo frétti ég fyrir skömmu, að Eyjólfur Kristjáns væri með plötu með lögum Bergþóru ´smíðum, en veit ekki meir um hana.

Aldrei þessu vant er ég ekki sammála Bubba um þessa túlkun þarna í Kastljósinu, syng þetta til dæmis miklu betur sjálfur, hef fallegri rödd og það hefur Egill skarfurinn Ólafs líka sem söng þetta mjög vel um árið!

En lagið er auðvitað ekkert annað en perla, eitt af þessum sem getur komið tárum til að renna!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þegar ég sagði Aðalsteinn Ásberg átti ég auðvitað nánar tiltekið við að útgáfan hans Dimma gæfi kassan út.

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Úff, ein færsla til, var ekki búin að lesa um tónleikana hjá þe´r Kiddi hér að neðan þegar ég skrifaði athugasendirnar að ofan, þar kemur jú fram að Dimma gefur út. Afsakið drengir!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 22:02

5 identicon

Útgáfa Egils er náttúrulega frábær, en ég hef ekki heyrt þína ennþá Maggi...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, hún er ennþá óútgefin, en Ási, Kiddi og Co. í Smekkleysinu munu fyrr eða síðar gefa hana út!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.