Færsluflokkar
Eldri færslur
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Tenglar
Áhugavert
Tónlist og Kvikmyndir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ekki Ecco
17.2.2008 | 18:10
Ég og spúsa mín fórum í kringluna á föstudag í verslunarleiðangur. Við ákváðum að kaupa okkur bæði skó og fórum í Ecco búðina þar sem við bæði kaupum oftast skó frá þeim. Þar fengum við ótrúlega lélega þjónustu. Konan spurði unga stúlku hvort hún ætti skó í fleiri litum. "Ef þeir eru ekki í hillunum eru þeir ekki til" svaraði stúlkan önuglega. Mín varð bylt við og spurði hvort þeir gætu kannski verið væntanlegir. "Nei ég er verslunarstjóri hér og ég panta inn þannig að ég ætti að vita það" sagði stúlkan og sneri uppá sig. Við litum á hvort annað með og hugsuðum bæði það sama. Hér verslum við ekki! Það má taka það fram að það var enginn pirringur eða dónaskapur hjá okkur. Við bara spurðum um hvort ákveðin vara væri til.
Við fórum svo í skóverslun við hliðina Skór.is og fengum þar liðlega og ljúfa þjónustu og keyptum okkur bæði skó.
Ég furða mig oft á því að verslanir sem selja sérhæfða vandaða vöru líkt og Ecco skuli ekki sjá hag í því að vera með gott starfsfólk. Það er engin afsökun fyrir starfsfólk að vera með pirring og dónaskap. Við hjúin höfum bæði verið verslunarstjórar í verslunum og þekkjum þetta inn og út og þessi stúlka ætti að hugsa sinn feril betur.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlist
Klassíkar plötur
Er að hlusta á
-
Alice Cooper - Welcome To My Nightmare -
The Who - Tommy De Luxe Edition -
James Carr - Complete Goldwax Singles
Nýjar plötur
Er að hlusta á
-
Bruce Springsteen - Working On A Dream -
Ýmsir - Theme Time Radio Hour With Your Host Bob Dylan -
Anthony & The Johnson - Crying Light -
Sin Fang Bous - Clanger -
Brett Anderson - Wilderness -
Trivium - Shogun -
Yngwie J. Malmsteen - Perpetual Flame
Bækur
Á náttborðinu
-
Slash: Slash
Nota bene
DVD Hillan
Er að horfa á
Orðið
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- aloevera
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Atli Freyr Arnarson
- Áddni
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Á senunni,félag
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Björg Ásdísardóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Dofri Hermannsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gils N. Eggerz
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grumpa
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Bergmann
- Guðni Már Henningsson
- Gulli litli
- Halldór Ingi Andrésson
- Haukur Viðar
- Heiða
- Heiða B. Heiðars
- Heiða Þórðar
- Hljómsveitin Swiss
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hr. Örlygur
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingvar Valgeirsson
- Íris Ásdísardóttir
- Jakob Smári Magnússon
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jón Steinar Ragnarsson
- jósep sigurðsson
- Karl Tómasson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketilás
- Kolgrima
- Krummi
- Lauja
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Ásdísardóttir
- Magnús Geir Guðmundsson
- Morðingjaútvarpið
- Morgunblaðið
- My Music
- Myndlistarfélagið
- OM
- Óskar Þorkelsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ruth Ásdísardóttir
- SeeingRed
- Sigga
- Siggi Lee Lewis
- SIGN
- Steingrímur Helgason
- Stenn Backman
- Sverrir Stormsker
- Thelma Ásdísardóttir
- Torfusamtökin
- Tómas Þóroddsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vér Morðingjar
- Vinir Tíbets
- Þjóðleikhúsið
- Þorsteinn Briem
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Þessi þjónutulund er að hverfa svo rosalega víða, því miður. Ég hefði líka labbað út.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 20:07
En Ecco skór eru nú samt alveg fínir, það er að minnsta kosti mín reynsla. Reyndar svara ég nú ansi oft viðskiptavinum á þann veg sem að ofan greinir þ.e.a.s. að ef varan er ekki í hillunni þá er hún ekki til. En þetta á bara við um vöru sem ég veit að er ekki á lager. Oftar leita ég nú samt í hillunni. Ekki vil ég á nokkurn hátt verja ofangreinda framkomu enda veit ég vel að Kiddi og hans spúsa eru vandaðasta fólk sem til er. En í tilefni þessa bloggs er kannski rétt að ég fari að blogga um ókurteisa viðskiptavini því það er svo oft bloggað um ókurteisa starfsmenn. Til dæmis er gott að byrja á þeim mikla misskilningi að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.
Gréta Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 17.2.2008 kl. 21:18
Já já Grétar minn. Við vitum það sem höfum unnið í verslunum að það eru til kúnnar frá helvíti :-) En það afsakar ekki dónaskap gagnvart kúnnum að starfmaður sé eitthvað pirraður. Það er óskup einfalt af minni hendi ef ég fæ lélega þjónustu þá versla ég annarstaðar og pæli lítið meira í því. Ég ber líka mikla virðingu fyrir starfsfólki verslana því ég þekki það starf inn og út :-) Í þessu tilfelli fengum við lélega þjónustu og versluðum því ekki. Einfalt mál en hlítur að vera vont fyrir verslunina.
Kristján Kristjánsson, 17.2.2008 kl. 21:38
Sammála, þessi afgreiðsludama og verslunarstjóri hefur alls ekki farið á sölunámskeið. Ef þá hefur hún ekki actað á þennan hátt.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:00
Það skiptir heldur ekki alltaf öllu máli HVAÐ er sagt heldur HVERNIG. Viðmót þessarar konu var bara svo ægilega leiðinlegt, hrokafull, pirruð og gaf engar upplýsingar. Framboð á vörum er alveg nóg, maður þarf ekkert að taka við þessu. Við fengum frábæra þjónustu hjá Skór.is við hliðina og ég keypti voða fína strigaskó fyrir New York þrammið :)
Thelma Ásdísardóttir, 18.2.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.