Menningardagur í Mál og Menningu

Næstkomandi laugardag ætlar Mál og Menning á laugarvegi að halda sérstakann menningardag. Laugavegurinn hefur verið að fá frekar neikvæða umfjöllun og kominn tími á að snúa vörn í sókn Smile

Þeir verða með afar skemmtilega og fjölbreytta dagsskrá:

14:00 Mikael Lind spilar píanótónlist í anda Satie
14:30 Jón Magnús Arnarson les eigin ljóð
15:00 /7oi býr til raftónlist af mikilli hæfni
15:30 Emil Hjörvar Petersen les eigin ljóð
16:00 Hljómsveitin Rökkurró er með fallegt krútt-popp sem heillar gesti upp úr skónum

Ljóðin eru öll frumsamin og líka tónlistin, engin "cover"-lög (ábreiður)! Auk þess geta gestir skoðað myndlist eftir nokkra af þeirra hæfileikaríku starfsmönnum Smile

 

Stöndum vörð um menningarverðmætin. Miðbærinn er okkar allra!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fór niður Laugaveginn fyrir stuttu, ósköp fannst mér hann dapur. Vona að þetta lagist með vorinu og veðrinu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Sigga

Ég mæti! Laugavegi allt!

Sigga, 2.4.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta, reyni að kíkja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband