Dylan í höllinni

 Ég fór á tónleika međ Bob Dylan í gćrkveldi og sjaldan hef ég heyrt jafnmargar og ólíkar skođanir á tónleikum Smile Sumir eins og Ingvar bloggvinur hundfúlir ađrir nokkuđ sáttir og síđan ađrir alveg í skýjunum.

 

Ţetta eru ţriđju tónleikar sem ég sé međ Dylan og ţeir nćstbestu. Ég er mjög ánćgđur međ tónleikana. Stemmingin í Dylan var svipuđ og á síđustu plötu "Modern times". Svona Folk blues stemming. Lágstemmd en seiđandi. Bob Dylan er einn sá furđulegasti tónlistarmađur sem mađur sér á tónleikum. Hann segir aldrei orđ til áhorfenda. Held ađ ţađ hafi veriđ met í gćr ţegar hann sagđi "Thank you friends" og kynnti hljómsveitina. Ţađ ţýđir líklegast ađ hann hafi veriđ ánćgđur međ stemminguna sem var fín. Mikil virđing og gott klapp jafnvel á ţeim lögum sem fćđstir ţekktu.

Lagavaliđ var skrýtiđ en gott. Ţađ voru fćrri ţekkt lög en ég átti von á og útsetningin á sumum ţeim lögum var langt í frá upprunalegu útgáfunum. "Ballad of a thin man" "Workinman blues # 2" og skrýtin útgáfa af "Blowing in the wind" var hápunkturinn fyrir mig.   

 

Margir hafa kvartađ yfir nýju Laugardalshöllinni. Kannski var ég svona heppinn. Ég sá mjög vel en ţađ er rétt, sviđiđ ţarf ađ vera hćrri. En hljómburđurinn var mjög góđur og mun betri en í Egilshöll fannst mér.  

 

Semsagt! Skrýtin en góđ upplifun á meistara var mín upplifun á Bob Dylan tónleikum í gćrkveldi og ég hefđi ekki viljađ missa af ţessum atburđi Smile

 

Hér eru lögin sem hann flutti. 

 

1.Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
2.Don't Think Twice, It's All Right
3.The Levee's Gonna Break
4.Tryin' To Get To Heaven
5.Rollin' And Tumblin'
6.Nettie Moore
7.I'll Be Your Baby Tonight
8.Honest With Me
9.Workingman's Blues #2
10.Highway 61 Revisited
11.Spirit On The Water
12.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
13. When The Deal Goes Down
14.Summer Days
15.Ballad Of A Thin Man
  
 (uppklapp)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég nennti ekki á tónleikana en Dylan er einn af mínum uppáhalds.  Er búin ađ spila Modern Times í rćmur.  Mađurinn er skáld!

Workingman´s blues er snilldin ein.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 10:22

2 identicon

Ég fór og sá ekkert allt of vel en ţađ var heldur ekkert kappsmál fyrir mig, var hóvćr bakatil og nokkuđ nálgćt útganginum ţar sem ég fann leiđindarstemningu í fólki, fólk var ekki ađ fíla kappann og hundfúlt yfir ţví ađ fá ekki slagarana. Ég viđurkenni ađ ég er ekki harđasti Dylan ađdáandinn en mér ţóttu tónleikarnir samt sem áđur alveg fínir, er nokkuđ sátt bara. Leist nokkuđ vel á nýju höllina en ţađ er rétt, sviđiđ mćtti vera ađeins hćrra.

Ragga (IP-tala skráđ) 27.5.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

ég fór ekki, en ég heyrđi kvartanir frá fólki sem fór vegna salernisađstöđu.. hún er enginn í nýju höllinni !!

Óskar Ţorkelsson, 27.5.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Jenný: Sammála međ Working man blues. Innilega flott lag. Kallinn er skáld.

 Ragga: Ţađ voru allir vođa kátir sem voru nálćgt mér. Ég hef heyrt í fleirum í dag sem hafa greinilega haft gaman af tónleikunum en ekki.

Óskar: Ég held ađ fólk ţurfi ađ fara yfir í gömlu höllina á klóiđ. Ekki gott!

Örninn: Ţetta sló ekki tónleikana okkar út um áriđ enda var ţađ ekkert smá gaman! Man ekki hvort ţađ var 95 eđa 96. Skemmtilegt ađ rekast á ţig í bloggheimum

Kristján Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Eyţór Árnason

Ég skemmti mér vel.

Eyţór Árnason, 27.5.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Halldór Ingi Andrésson

Takk fyrir lagalistinn viss ađ einhver hefđi fyrir ţví ađ pu nkta hann niđur. Skyldi honum verđa útvarpađ? Vona ađ ţađ líđi ekki 18 ár ţangađ til ég fć góđa útgáfu á disk. ég heyrđi í enskum vin í dag sem sá hann tvisvar í Brixton fyrir stuttu međ svipađ prógram. Hann sagđi mér ađ kallinn vćri hćttur ađ spila á gítar vegna liđagigtar.

Halldór Ingi Andrésson, 27.5.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Guđni Már Henningsson

Kiddi....ţetta voru frábćrir tónleikar og mikiđ er ég feginn ađ ţetta var ekki í Egilshöll..kvíđi fyrir ţví ađ fara á Claptontónleika ţar...

Guđni Már Henningsson, 28.5.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Ţráinn Árni Baldvinsson

Dylan var mjög góđur í höllinni, ađ mínu mati...

Fyndiđ hve margir virđast hafa búist viđ Dylan eins og hann var fyrir 35 árum eđa svo :)

Ţráinn Árni Baldvinsson, 31.5.2008 kl. 17:50

9 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Kallinn er skáld ég er sko sammála ţví, fór samt ekki á tónleikana.

Ásdís Sigurđardóttir, 1.6.2008 kl. 19:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband