Styttist í Nostradamus

 

Nostradamus

 

Í næstu viku kemur loks út ný plata með Judas Priest sem ég hef beðið spenntur eftir. Það verður tvöfaldur geisladiskur sem kemur út í venjulegri og Deluxe útgáfu. Einnig kemur út þrefaldur vynil pakki. Þessi plata er búin að vera lengi í vinnslu hjá Priest og búast má við skrítinni plötu en Priest eru einmitt frægir fyrir að koma á óvart og gætu gert það núna. Ég hef ekki heyrt neitt af þessari plötu en á hreinu að hún verður límd við spilarann.

 

 Rokk og roll Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Hef heyrt eitt lag af plötunni sem lofar góðu. Hlakka mikið til að heyra plötuna alla, síðasta plata var nefnilega hörkufín.

Þráinn Árni Baldvinsson, 12.6.2008 kl. 08:52

2 identicon

Ég er búinn að heyra tvö. Þau eru bæði mjög mikið Priest!

Þess má svo geta að samkvæmt mínum heimildum munu þeir taka tvö til þrjú lög af nýju plötunni á tónleikunum sem ég sé þann 20. júní. Alltaf skrítið að heyra ný lög á tónleikum sem ekki hafa heyrst áður en það verður samt vafalaust fínt. Svo munu þeir taka uppáhaldslagið mitt, "Hell Patrol" svo ég er bara sáttur. 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband