Laugavegurinn tæmdist...

... af Íslendingum í dag. Fyrst áttaði ég mig ekki á hvað gerðist. Svo mundi ég eftir leiknum. Á meðan leiknum stóð kom aðeins einn íslendingur í búðina sem horfði undrunaraugum á mig þegar ég spurði á Ensku "Can I help you". Ha ha það var bara ekki í undirmeðvitundinni annað :-) Ég fylgdist með leiknum á MBL og afgreiddi útlendingana með bros á vör og Surftónlist í græjunum.

Núna eru bílarnir komnir aftur flautandi með Íslenska fánann.:-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 15:06

2 identicon

surftónlist, það var í stíl

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 02:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað er "surftónlist"?

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 01:06

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk fyrir þetta Eyjólfur. Það má líka lesa um Surftónlist hér http://en.wikipedia.org/wiki/Surf_music

Skemmtileg tónlist. Það var til allavega ein Íslensk Surf hljómsveit. Hún hér Brim og gaf út eina plötu. Sú plata er ekki fáanleg í dag því miður. Brim var hugarfóstur Curver og platan var bráðskemmtileg. Stæðstu nöfn Surftónlistar eru líklega Dick Dale og Link Wray. Tarantino hleypti smá lífi í þessa tónlist með myndinni "Pulp fiction" þar sem hún var mjög áberandi.

Mæli mjög með safndisk frá "Ace" plötufyrirtkinu sem heitir "Birth of Surf" sem fæst í ágætri plötubúð við laugaveginn ef ykkur langar til að kynnast þessari tónlist :-) (Plögg Plögg) :-)

Kristján Kristjánsson, 25.8.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband