Blóðugur Macbeth

Ég skellti mér í leikhús í gærkveldi. Sá þar mjög svo góða og frumlega útgáfu af klassísku verki Shakespeare Macbeth.

Fyrst vill ég segja að ég er mjög ánægður með þá stefnu Þjóðleikhússins að nota Smíðaverkstæðið sem vettvang fyrir óháða leikhópa að setja upp allskonar óvenjuleg verkefni. Einnig að selja miðana á aðeins 2000 kall. Það kemur sér vel á þessum síðustu :-) Enn betra að selja ungu fólki undir 25 miðana enn ódýrara. 1500 kall held ég.

Einn besta verk sem ég sá í fyrra var einmitt á Smíðaverkstæðinu, Sá Ljóti hér það og skilst mér að það verði sýnt aftur eftir að Macbeth lýkur.

Það var ljóst um leið og ég gékk inní salinn að hér væri óvenjuleg upplifun í vændum. Ég skellti mér strax á fyrsta bekk og það voru plastsvuntur í sætunum sem maður setti á sig :-) Það var setið sitt hvorum megin við "sviðið" sem var í raun bara autt pláss á milli áhorfenda. Það var síðan leikið og leikarar settust hjá áhorfendum og kyssti einhverja :-) Ég hreinlega elska svona sýningar þar sem áhorfendur verða hluti af verkinu og er í raun ofan í leikurum og verkinu.

Leikarar stóðu sig með prýði og verkið var stutt og kraftmikið. Söguna þekkja flestir og hún var sett fram á einfaldann hátt en með mikum látum og krafti.

Mæli með Macbeth :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hei kiddi.

ný áskorun - 10 versu plötunar sem þú átt. aðalsteinn er að taka saman lista - minn er langt kominn.

eingin skilyrði - geta verið misjafnar ástæður fyrir því hvers vegna platan lendir þarna

þetta er gaman og nýr vikill á þetta brölt okkar.

rock on

finnbogi

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Fín hugmynd. Gæti verið áhugavert að skoða ástæðuna fyrir því að maður keypti sér lélegar plötur :-) Tek mér smá tíma í að setja þetta saman :-)

Kristján Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband