DAD

Ég hef alltaf haft gaman af Dönsku sveitinni Disneyland After Dark. Sá þá á tímabili oft á Hróarskeldu og þeir náðu alltaf æðislegri stemmingu, enda á heimavelli. Ég gróf upp plötuna "No Fuel Left For The Pilgrims" í safninu mínu í kvöld og hún hljómar enn vel Smile

Það er víst ný plata að koma með þeim á næstunni. Aldrei að vita nema maður nái í hana. 

 

Annars er efst á óskalistanum mínum núna nýja Trivium platan!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alveg sammála Kiddi, þetta svona "Cult Shadows" popprokk ansi fínt og eldist vel. Á þessa plötu og áreiðanlega tvær í viðbót að minnsta kosti.Minnir að á plötunni næst á eftir sé hið frábæra lag Down The Dusty Third World Road, sem ég raula enn þann dag í dag m.a.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 00:23

2 identicon

Sammála með DAD :o) Sérstaklega No Fuel Left For The Pilgrims ... get alltaf hlustað á hana ...

Þarf að tékka á Trivium ... ég er svo gömul eitthvað að í dag hlusta ég ennþá á það sem mér fannst skemmtilegt í den (sem dæmi DAD) og lítið nýtt nær að síast inn :s

Guðrún Finnsd. (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband