Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fermingar

Nú fer í hönd fermingartímabil eins og alltaf og kaupmenn fagna. Burtséð frá skoðunum sem má hafa af tilgangi ferminga varð ég hneykslaður á einu í dag sem vinnufélagi minn sem er að ferma dóttir sína sagði mér í dag. Hann verður að kaupa HVÍTA bíblíu. Ég hef reyndar aldrei pælt í þessu hvort þetta hafi alltaf verið svona en mér finnst ofboðslega leiðinlegt þegar er verið að setja alla í einhvern staðlaðann búning og enginn má vera öðrvísi. Það er verið að hugsa meir um útlitið heldur en tilganginn finnst mér. Að staðfesta trúna hjá einstaklingum. Síðan má alltaf deila um hvort að 13 ára unglingar eru nógu þroskaðir til að taka þá ákvörðun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband