Færsluflokkur: Bækur
Spakmæli
26.7.2007 | 23:37
"Shadows of shadows passing. It is now 1831, and as always I am absorbed with a delicate thought. It is how poetry has indefinite sensations, to which end music is inessential. Since the comprehension of sweet sound is our most indefinite conception, music, when combined with a pleasurable idea, is poetry. Music without the idea is simply music. Without music or an intriguing idea, colour becomes pallor, man becomes carcase, home becomes catacomb, and the dead are but for a moment motionless."
Edgar Allan Poe
Lesið af Orson Welles á plötunni "Tales of Mystery & Imagination" með Alan Parsons Project
Snilldartexti
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mínus tónleikar í kvöld
14.7.2007 | 17:38
Mér sýnist vera komið gott plan á kvöldið. Fyrst dinner svo DVD kvöld. Síðan ætla ég og Grumpa að skella okkur á tónleika með Mínus á Grand Rokk. Hlakka til að sjá hvernig nýja skipanin á sveitinni kemur út. Ég er mjög ánægður með nýju plötuna og hlakka til að heyra lög af henni "live".
Annars eru þessir dagar undanfarið alveg ótrúlegir. Maður er farinn að halda að maður búi ekki lengur á Íslandi. Ég man satt að segja ekki eftir öðrum eins blíðveðrakafla. Fór í gönguferð um Elliðardalinn í dag með i-podd og bók og naut blíðunnar. Lagðist við ána og var næstum sofnaður við plötu með Tangerine Dream (Thief) í poddinum :-)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spakmæli dagsins
10.5.2007 | 11:32
Spakmæli dagsins eru úr Njálssögu og er tileinkað öllum stjórnmálamönnum landsins.
Úr Njálssögu:
Segið aldrei meira en þið getið staðið við.
Gangi öllum vel á lokasprettinum. Við fáum að gefa okkar dóm á laugardaginn
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skruddufundur
16.4.2007 | 21:31
Í gærkveldi var haldinn fundur í menningar og lestrarklúbbnum Skruddunum. Fundurinn var frábær eins og alltaf. Við ræddum bók mánaðarins sem var Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Ég varð að viðurkenna að ég náði ekki að klára bókina fyrir fundinn. Mér fannst hún alls ekki leiðinleg en hún var erfið lesa. Sögumátinn og viðhorfin á þessum tíma eru mér mjög framandi og stundum varð ég bara reiður yfir fordómum sem voru uppi á þessum tíma gagnvart náunganum. Á móti kom að mér fannst þessi hugsunarháttur mjög áhugaverður og gaman að pæla í hugsunargangi fyrir 200 árum. En allavega umræðurnar um bókina voru mjög fjörugar og áhugaverðar og flestir voru ánægðir með valið á viðfangsefninu :-)
Að sjálfsögðu voru önnur mál rædd sem spannaði allt frá Tíbeskum múnkum, Eurovision, SMS kynslóðina, pólítik, trúmál, passíusálmana, Keith Richards, uppeldismál, matargerð, actionary, leikhús og margt margt fleira.
Næsta bók sem var valin var Zorro eftir Isabel Allende og stóð valið á milli hennar og "The Dirt" æfisögu Mötley Crue :-) Sú bók ásamt æfisögu Keith Richards er reyndar skyldulesning fyrir alla áhugamenn og konur um ólifnað poppstjarna. Ótrúleg frásögn.
Næsti fundur verður svo haldinn hjá undirrituðum eftir 4 vikur. Takk fyrir æðislega kvöldstund og Lolla, þetta flan er vanabindandi :-)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hroki og hleypidómar
24.3.2007 | 13:49
Þegar Jane Austen byrjaði að skrifa varð hún víst að skrifa undir karlmannsnafni til að einhverjir mundi kaupa bækur hennar. Þetta var fyrir mörgum áratugum. Í dag þarf að breyta andlitsmynd af henni til að einhverjir kaupi bækur hennar af því hún þykir of ófríð! Rosalega höfum við náð langt!
Austen of ófríð á bókarkápu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skruddukvöld
20.3.2007 | 12:20
Við héldum fund í lesklúbbnum Skruddunum síðasta sunnudag. Þetta var æðislegur fundur þar sem við fórum fyrst yfir bókina Hrafninn eftir Vilborgu Davísdóttir. Mér fannst þetta mjög góð bók. Lýsingarnar hjá Vilborgu á lifnaðarhættum Inúíta var mögnuð og fannst mér sérstaklega heillandi forlagatrúin sem hún lýsti svo vel. Einnig var hægt að tengja fordóma sem voru uppi á 15 öld vel við fordóma sem fyrirfinnast enn þann dag í dag og einkennist eins og flestir fordómar, af fáfræði og þekkingarleysi.
Mig hlakkar til að lesa meira eftir Vilborgu.
En svo var áhveðið að næsta bók verður Hroki og Hleypidómar eftir Jane Austin sem sumum fannst skrítið val en gefur upp skemmtilega breydd hjá félögum finnst mér. Ég hef aldrei lesið neitt eftir Jane Austin en séð margar kvikmyndir gerðar eftir sögum hennar, þannig það verður fróðlegt að kynnast henni
Ég var svo himinlifandi að verða útnefndur kokkur klúbbsins og mun sinna því starfi með mikilli ánægju
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)