Færsluflokkur: Lífstíll

Ég vil vera stelpan hans Bobby's

 Ég verð að birta þennann snilldar texta fyrir vinkonur mínar. Þessi texti var saminn 1962 held ég og sem betur fer erum við eitthvað komin lengra í jafnréttisbaráttunni þó langt sé í land. 

Söngkonan sem flutti þetta lag heitir Susan Maugham og ég veit ekkert um hana Smile

 Bobby's girl

Njótið Grin

 

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

When people ask of me
What would you like to be
Now that your not a kid anymore-ore
(You're not a kid anymore)
I know just what to say
I answer right away
There's just one thing I've been wishin' for-or

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

Each day I stay at home
Hopin' that he will phone
But I think Bobby has someone e-else
(You're not a kid anymore)
Still in my heart I pray
There soon will come a day
When I will have him all to myse-elf

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be
What a grateful, thankful girl I'd be-ee

 

Ha ha ha Hallærislegt?????? 

 


Heyr Heyr Vilhjálmur

Ég er einstaklega ánægður með afstöðu Vilhjálms til uppbyggingar á húsunum með upprunanlegu götumynd í huga. Ég verð að segja að ég undrast mjög afstöðu margra sem hafa tjáð sig að það ætti að byggja einhver háhýsi þarna. Ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki láta söguleg hús standa og að borgin hafi karakter sögunnar. Er ekki nóg af nýjum hverfum þar sem háhýsi geta risið?

Vilhjálmur bendir réttilega á að þetta hefur verið gert með góðum árangri við Vonarstræti sem er hárrétt. Haldið þið að það hafi ekki verið fallegt að hafa þar eitt stykki Moggahöll eins og er við Aðalstræti?

Velkomin til reykjavíkur kæru túristar. Hér er elsta hús okkar í miðbænum. Það var byggt 2010 eftir að við náðum að rífa alla þessa kumbalda sem voru að skemma borgina okkar frá síðustu tveim öldum! Æðisleg framtíðarsýn!


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðraðamenningar

Þetta er skemmtilegar tölur. Ég hef stundum verið að spá í biðraðamenningar í heiminum og ég held við Íslendingar erum þar mjög neðanlega á lista. Það hefur reyndar pínulítið skánað undanfarin ár en ekki mikið. Hve oft hefur maður ekki staðið í einfaldri biðröð við kassa í bónus sem skiftist síðan á 2 kassa þegar nær dregur?  Hve oft gengur ekki fólk framyfir í "styttri röðina". Þetta mundi valda miklum deilum erlendis.

 

Þegar ég bjó í Svíþjóð þegar ég var unglingur gleymi ég aldrei að það var hérumbil alltaf sama fólkið á sama stað í röð að bíða eftir strætó. Ég held ég hafi ruglað systemið smá þegar ég var ekki alltaf að koma á sömu mínútunni Smile

 

Svo þegar ég fór að stunda tónleika að staðaldri erlendis þá sá ég svo sannarlega hve aftarlega við Íslendingar erum á þessu sviði. Aldrei neinn ruðningur. Mörg hundruð manns komust inn á örskammri stundu og ekkert vandamál. Maður komst alltaf framarlega á tónleikum, eina sem maður þurfti að gera var að ganga varlega og afsaka sig pent og það opnaðist gátt í hópnum og maður var kominn á góðann stað áður en maður vissi af og lítil sem engin þrengsli.

 SmileSmileSmile

 


mbl.is Deilt og daðrað í biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannauður

Ég fæ aldrei nóg af því að tögglast á hvað við Íslendingar eigum það æðislega gott :-) Einn mesti auður okkar er mannauðurinn sem birtist í geysilega öflugu menningarlífi sem við eigum og hefur vakið athygli erlendis og hefur ásamt náttúrufegurð okkar aukið ferðamannastraum til landsins geysilega undanfarin ár og skilað okkur miklum tekjum. Mér finnst mjög undarlegt að heyra fólk tala niður þessa auðlind okkar og benda á að eina lausnin hjá okkur Íslendingum til frambúðar er stóriðja og hvalveiðar og kalla okkur umhverfissinna lopapeysulið og við séum ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Er ekki frekar að fyrrgreindur hugsunargangur sé einmitt gamaldags og sýni kannski minni framsýni? Þetta eru eflaust fínar skyndilausir en hver er framtíðarsýnin fyrir börnin okkar? Hvað gerist þegar við höfum virkjað öll árvötn og landið okkar þykir ekki lengur spennandi kostur? Við verðum þá 300 þúsund manna eyland með nóg af álverum og stóriðju og sérstaða okkar, hreina andrúmsloftið sem við stærum okkur af horfin. Við erum svo mikil tarnaþjóð við Íslendingar, fáum oft æðisköst og æðum áfram í hugsunarleysi þegar við sjáum einhverjar ódýrar lausnir. En við verðum aðeins að staldra við núna held ég og skoða hvað þar er sem við viljum og finna leiðir af þeim mörkum.

Þegar á reynir stendur íslenska þjóðin oftast saman. Við verðum að skoða aðeins í kringum okkur, anda að okkur loftinu okkar, fara horfa á náungann, njóta þess góða sem við eigum og byggja upp æðislegt land fyrir komandi kynslóðir. Við höfun engann rétt til að eyðileggja landið okkar, við erum ábúendur núna og síðan kemur næsta kynslóð sem tekur við af okkur. Við verðum að skila af okkur auðlindinni helst í betra ástandi en við tókum við henni. Við verðum svo að verðlauna feðrum okkar og mæðrum fyrir að skila auðæfunum í okkar hendur og búa þeim áhyggjulaust æfikvöld. Það er okkar skylda.

Horfum á lífið með jákvæðum huga. Greinum þarfir okkar og finnum bestu leiðina að þeim. Ölum ekki á fordómum og neikvæðni og hræðslu við það óþekkta. Njótum þess að lifa, það er stutt okkar dvöl hér og við eigum að njóta hvers dags :-)

Eigið öll æðislegann dag :-)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband