Færsluflokkur: Lífstíll
Draugasigling
2.8.2007 | 23:26
Við fórum nokkrir félagar í menningar og bókaklúbbnum Skruddunum í drauga og hamfarasiglingu í kvöld. Það var siglt frá höfninni við tryggvagötu og fram hjá Örfirisey og í kringum eyjarnar og sagt frá draugagangi á svæðinu og ýmis konar hamförum í gegnum aldirnar.
Þetta var mjög gaman. Við vorum geysilega heppin með veður og það var sérstaklega fallegur himininn í kvöld. Blóðrautt sólarlag og mikil litadýrð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dream Theater tónleikar
28.7.2007 | 13:22
Ég er að fara á tónleika með Rush á Wembley 10 óktóber næstkomandi. Var svo að komast að því í vikunni að Dream Theater eru að spila á Wembley 13 óktóber og er kominn með miða á þá tónleika líka. Ég er ekkert smá spenntur. Hef lengi langað til að sjá þá á tónleikum og finnst nýja platan þeirra "Systematic Chaos" þeirra besta plata hingað til.
Sé reyndar að Donny Osmond er á Wembley 12 október en ég held ég sleppi því
Hér er flott útgáfa með þeim á Pink Floyd laginu
Og lag af nýju plötunni
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ótrúleg útgáfa
26.7.2007 | 00:12
Einn af uppáhaldsútvarpsþáttum mínum þessa dagana er Morðingjaútvarpið á Reykjavík.fm.
Í síðasta þætti spiluðu þeir lag með Star Trek leikaranum William Shatner
Það var dúett með Henry Rollins og Adrien Belew og það lag var alveg frábært Ég stökk beint á Amazon og fann diskinn sem að sjálfsögðu heitir "Has been" og pantaði hann á stundinni. Ég fór líka að róta í plötusafninu mínu því ég man eftir disk sem ég á með Shatner og Leonard Nimoy (Spock) sem ég hef oft skemmt mér yfir. Hann heitir "Spaced out" og stendur sannarlega undir nafni.
Svo fann ég þetta myndband
á You Tube
Það er eiginlega alger skylda að horfa á þetta lag
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mínus tónleikar í kvöld
14.7.2007 | 17:38
Mér sýnist vera komið gott plan á kvöldið. Fyrst dinner svo DVD kvöld. Síðan ætla ég og Grumpa að skella okkur á tónleika með Mínus á Grand Rokk. Hlakka til að sjá hvernig nýja skipanin á sveitinni kemur út. Ég er mjög ánægður með nýju plötuna og hlakka til að heyra lög af henni "live".
Annars eru þessir dagar undanfarið alveg ótrúlegir. Maður er farinn að halda að maður búi ekki lengur á Íslandi. Ég man satt að segja ekki eftir öðrum eins blíðveðrakafla. Fór í gönguferð um Elliðardalinn í dag með i-podd og bók og naut blíðunnar. Lagðist við ána og var næstum sofnaður við plötu með Tangerine Dream (Thief) í poddinum :-)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Yndislegur dagur
12.7.2007 | 14:07
Ég er svo heppinn að vinna í miðbænum Auðvitað notar maður öll tækifæri sem gefst að kíkja út enda ýmislegt að stússa utandyra Mér finnst æðislegt að labba laugarveginn í hádeginu, setjast á kaffihús og fylgjast með mannlífinu. Túristarnir eru mjög áberandi þessa dagana og lita mannlífið Svo eftir vinnu fær maður sér góðann göngutúr, kíkir í sund eða ræktina. Ég er farinn að stunda yoga tvisvar í viku núna og finnst það æðislegt. Það er ein besta líkamsrækt sem ég hef prófað því maður er algerlega endurnærður á líkama og sál eftir tímana.
Í kvöld eftir ræktina er það svo kökur og kruðerí hjá Grumpu sem er víst orðin örlítið eldri en hún var. Hlakka til Njótið dagsins kæru vinir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar var tískulöggan?
7.7.2007 | 15:42
Ég fæ aldrei nóg að skoða 80's tískuna. Í hvaða heimi vorum við? Þótti þetta virkilega kúl?
Þið verðið að skoða þessa myndklippu
En gerið það, horfið á allt myndbandið. Miðkaflinn er sérstaklega ótrúlegur
Jónsmessuganga
23.6.2007 | 01:06
Ég var að koma úr Jónsmessugöngu um Elliðardalinn. Það var gengið frá Árbæjarsafni niður gömlu þjóðleiðina niðrí dal. Við komum við í æðislegum garði þar sem elsti greniskógur landsins er og það var upplifun. Maður trúir því varla að svona sé til rétt hjá manni. Ábúandinn gékk með okkur um garðinn og fræddi okkur um garðinn. Síðan var gengið niður að virkjuninni á Orkuveitunni og á leiðinni fræddu tveir leiðsögumenn okkur um sögu dalsins o.fl.
Þetta var æðislega gaman. Einn af þessum hlutum sem maður gerir allt of sjaldan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heilsudrekinn
11.6.2007 | 13:21
Ég ákvað fyrir um 3 vikum að taka átak í ræktinni. Ég stunda reyndar mikið hefðbundna rækt, sund, göngur og tek stundum á í tækjum í líkamsræktarstöðvum. En ég hef fundið fyrir óvenjumiklum stirðleika í skrokknum undanfarið og ákvað að kaupa mér kort í Heilsudrekanum sem er kínversk heilsurækt í Skeifunni. Ég hef verð það áður og þekki sæmilega til þar.
Og það var ekkert smá! Eftir fyrstu tímana í leikfiminni verkjaði mig í öllum mögulegum og ómögulegum stöðum í líkamanum. Ég fann svo greinilega hvað ég var í litlu formi og var næstum búinn að gefast upp eftir fyrstu 3 til 4 tímana. En þá kom upp þrjóskan. "Ég skal sko ekki gefast upp" hugsaði ég og mætti í alla tíma. Fyrstu 2 vikurnar voru hræðilegar. Mig verkjaði í baki, fótum, hausnum og allstaðar. Tók einhverja tíma í nuddi til að slaka á. Og nú loks er þetta eitthvað að skila sér tilbaka og lærdómurinn er að sjálfsögðu skýr. Maður verður að halda sér í formi. Punktur! En ég verð að viðurkenna að næstum öll orkan mín hefur farið í þetta undanfarið ásamt miklu álagi í vinnu en ég er allur að koma til baka núna
Það datt uppfírir fundurinn á akureyri hjá rokkklúbbnum en við héldum æðislegan fund hjá bókaklúbbnum Skruddunum á Eyrarbakka í gær Blogga betur um hann fljótlega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðarauðurinn okkar
6.5.2007 | 12:58
Hér er enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum ríkir á hugviti og hvar þjóðarauður okkar liggur. Af hverju gengur stjórnvöldum svo illa að skilja hve mikilvægur listageirinn er og hve mikil verðmæti liggja í listsköpun og útflutningi á tónlist og fleiri listgreinum? Það er búið að plægja akurinn. Björk, Sigur Rós. Nú berast fréttir af velgengni Garðar Cortes sem dæmi.
Á sama tíma berast fréttir að Geir Haarde hafi hafnað boði um að styrkja stórtónleika væntanlega vegna hræðslu um að boðskapurinn vekji athygli á umhverfisvernd Íslendinga sem ekki er til fyrirmyndar þessa dagana.
Fyrirtæki eru farin að fatta þetta og styrkja orðið listgreinar mun meir. En einhverstaðar í stjórnkerfinu er þvílík tregða og gamaldags hugsunargangur ríkjandi. Vaknið og verið velkomin á 21 öldina takk fyrir!
Ég óska Jakobínurínu til hamingju með samninginn og er ekki í neinum vafa að þeim eigi eftir að ganga vel á sínu sviði hér heima sem erlendis. Þeir hafa kraftinn og frumleikannn sem þarf til sköpunar.
Jakobínarína semur við EMI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Til hamingju með daginn við öll :-)
1.5.2007 | 12:06
Í dag er frídagur kenndur við verkalýðinn sem að sjálfsögðu er dagur okkar allra. Það er þá siður að mæta í kröfugöngu og krefjast betri lífskjara. En staðreyndin er samt sú að flestir nota daginn í faðmi fjölskyldu og vina :-) Það er þó aðeins að aukast aftur áhuginn fyrir kröfugöngum. Fyrir örfáum árum þóttu þær ekki "inni" fannst mér.Gæti það verið að ójöfnuður sé að aukast? Kannski?
Mér finnst samt andrúmsloftið í þjóðfélaginu vera á þann veg að flestir vilja aukinn jöfnuð og meiri félagslega þjónustu en eru hræddir við að missa spón úr sínum aski. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að segja að allt fari til fjandans ef vinstri menn komast að og vinstri menn segja að ójöfnuðurinn eigi eftir að aukast ef stjórnin heldur. Ég hef aðeins verið að spá í landslagið miðað við skoðannakannanir (Sem eru allt of margar og ólíkar "by the way") Mér finnst einhvernveginn allt í járnum. Stjórnin gæti haldið en þá væntanlega með litlum meirihluta og varla vænlegt að fara í stjórn með vængbrotnum Framsóknarflokki ef svo fer sem skoðannakannanir sýna. Enda á Framsókn að fara í frí þeirra sjálfs vegna. Reyna að byggja upp flokkinn á ný.
Stjórnarandstaðan gæti náð naumum meirihluta en vegna ótrúlega framkomu Frjálslyndra í málum innflytjenda og fleiri málum gæti það orðið veik stjórn. Steingrímur J gengur út frá því að Frjálslyndir eru ásamt Samfylkingu fyrsti kostur á nýrri stjórn. Ég sem félagshyggjumaður get ekki sætt mig við það. Frjálslyndir hafa komið fram sem hægri öfgaflokkur með þjóðernisrembu og útlendingahatri (þó þeir reyni að telja okkur trú um annað) í forgrunni. Þessi ótrúlega "umhyggja" fyrir útlendingum er ekki trúverðug og hefur fyrir mér gert Frjálslynda óstjórnhæfa. Ég á erfitt með að kjósa VG ef það yrði til að Frjálslyndir kæmust í stjórn.
Ég þekki marga góða sem ætla samt að kjósa Frjálslynda og virði það að sjálfsögðu en fyrir mér eru þeir algerlega úti. Framsókn er úti að sjálfsögðu. Hjarta mitt segjir að ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokk. Ég segji eins og Egill Harðar bloggvinur minn, maður gæti alveg eins farið að hlusta á FM, gerast hnakki og haldið með KR :-)
Þá er það spurning með VG Samfó og Íslandshreyfinguna. Ég á marga vini í framboði hjá VG og gæti komist í klípu ef ég kýs þá ekki :-) En það er margt sem hræðir mig frá þeim. Mér finnst kraftur í yngri frambjóðendum flokksins og mér finnst styrkur þeirra liggja þar. Ég hef oftast kosið Samfó en hef fundist þeir ekki nógu markvissir í sínum stefnumálum. Það er aðeins að lagast núna á síðustu metrum. En sjálfsumgleði þeirra á undan hruni þeirra í skoðannakönnunum fór ægilega í mig ásamt þeirri óþolandi áráttu að vera hvorki með eða á móti í mörgum mikilvægum málum. Íslandhreyfingin sýnist mér vera andvæna fædd og virðist ekki ætla að ná flugi.
Ég hef sterkann grun um að eftir kosningar fari Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með annaðhvort Samfó eða VG. Aðrir möguleikar verði einfaldlega of veikir fyrir meirihlutastjórn. Næsta kjörtímabil verður ábyggilega erfitt fyrir hvaða stjórn sem er. Það verður niðursveifla. Þá er mjög mikilvægt að félagslegir þættir verði bættir og það verði ekki reynt að "redda" málum með enn meiri stóriðju. Þess vegna finnst mér að félagshyggjuöflin þurfa að hafa áhrif á næsta kjörtímabili. Það er bara einhvernveginn svo flókin staða á öllu núna finnst mér.
En jæja :-) ætlaði nú ekki að fara svona djúpt í stjórnmálapælingar :-) Eigið öll góðann dag. Ég ætla í bæjinn í dag og fylgjast með mannlífinu :-)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)