Færsluflokkur: Ferðalög
Draugasigling
2.8.2007 | 23:26
Við fórum nokkrir félagar í menningar og bókaklúbbnum Skruddunum í drauga og hamfarasiglingu í kvöld. Það var siglt frá höfninni við tryggvagötu og fram hjá Örfirisey og í kringum eyjarnar og sagt frá draugagangi á svæðinu og ýmis konar hamförum í gegnum aldirnar.
Þetta var mjög gaman. Við vorum geysilega heppin með veður og það var sérstaklega fallegur himininn í kvöld. Blóðrautt sólarlag og mikil litadýrð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dream Theater tónleikar
28.7.2007 | 13:22
Ég er að fara á tónleika með Rush á Wembley 10 óktóber næstkomandi. Var svo að komast að því í vikunni að Dream Theater eru að spila á Wembley 13 óktóber og er kominn með miða á þá tónleika líka. Ég er ekkert smá spenntur. Hef lengi langað til að sjá þá á tónleikum og finnst nýja platan þeirra "Systematic Chaos" þeirra besta plata hingað til.
Sé reyndar að Donny Osmond er á Wembley 12 október en ég held ég sleppi því
Hér er flott útgáfa með þeim á Pink Floyd laginu
Og lag af nýju plötunni
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jónsmessuganga
23.6.2007 | 01:06
Ég var að koma úr Jónsmessugöngu um Elliðardalinn. Það var gengið frá Árbæjarsafni niður gömlu þjóðleiðina niðrí dal. Við komum við í æðislegum garði þar sem elsti greniskógur landsins er og það var upplifun. Maður trúir því varla að svona sé til rétt hjá manni. Ábúandinn gékk með okkur um garðinn og fræddi okkur um garðinn. Síðan var gengið niður að virkjuninni á Orkuveitunni og á leiðinni fræddu tveir leiðsögumenn okkur um sögu dalsins o.fl.
Þetta var æðislega gaman. Einn af þessum hlutum sem maður gerir allt of sjaldan.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Biðraðamenningar
18.4.2007 | 12:07
Þetta er skemmtilegar tölur. Ég hef stundum verið að spá í biðraðamenningar í heiminum og ég held við Íslendingar erum þar mjög neðanlega á lista. Það hefur reyndar pínulítið skánað undanfarin ár en ekki mikið. Hve oft hefur maður ekki staðið í einfaldri biðröð við kassa í bónus sem skiftist síðan á 2 kassa þegar nær dregur? Hve oft gengur ekki fólk framyfir í "styttri röðina". Þetta mundi valda miklum deilum erlendis.
Þegar ég bjó í Svíþjóð þegar ég var unglingur gleymi ég aldrei að það var hérumbil alltaf sama fólkið á sama stað í röð að bíða eftir strætó. Ég held ég hafi ruglað systemið smá þegar ég var ekki alltaf að koma á sömu mínútunni
Svo þegar ég fór að stunda tónleika að staðaldri erlendis þá sá ég svo sannarlega hve aftarlega við Íslendingar erum á þessu sviði. Aldrei neinn ruðningur. Mörg hundruð manns komust inn á örskammri stundu og ekkert vandamál. Maður komst alltaf framarlega á tónleikum, eina sem maður þurfti að gera var að ganga varlega og afsaka sig pent og það opnaðist gátt í hópnum og maður var kominn á góðann stað áður en maður vissi af og lítil sem engin þrengsli.
![]() |
Deilt og daðrað í biðröðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)