Draugasigling

Við fórum nokkrir félagar í menningar og bókaklúbbnum Skruddunum í drauga og hamfarasiglingu í kvöld. Það var siglt frá höfninni við tryggvagötu og fram hjá Örfirisey og í kringum eyjarnar og sagt frá draugagangi á svæðinu og ýmis konar hamförum í gegnum aldirnar.

 

Þetta var mjög gaman. Við vorum geysilega heppin með veður og það var sérstaklega fallegur himininn í kvöld. Blóðrautt sólarlag og mikil litadýrð. Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lauja

Ekki vissi ég að svona siglingar væru í boði.  En þetta hefur áreiðanlega verið mjög skemmtilegt, og forvitnilegt. 

Siglduð þið um á mjög draugalegu skipi - sem marraði mikið í - í  "blóðrauðu" sólarlagi ?

Lauja, 3.8.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

efast ekki um að þetta hefur verið gaman, það er fátt sem jafnast á við það að sigla í blóðrauðu sólarlagi á draugalegum slóðum :)

Óskar Þorkelsson, 3.8.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Flott hjá ykkur. Þorparaskrudddan var heima að lesa Móðurlausu Brooklyn... góð bók. Hvað drauga voru á vappi í bátnum hjá ykkur?

Linda Ásdísardóttir, 3.8.2007 kl. 23:47

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta var mjög gaman. Himininn var byrjaður að blóðgast í ferðinni en varð eldrauður seinna um kvöldið. Ekkert smá flott. Báturinn var samt ekki mjög draugalegur. Þetta var hvalaskoðunarskip, mjög flott en ruggaði ekkert voðalega mikið. Það voru nokkrar draugasögur og mér fannst sú besta draugurinn sem varaði lifandi kærustu sína við að  byggðin í örfyrisey mundi þurkast út í náttúruhamförum og húna ætti að forða sér. Það gerðist svo einhverjum mánuðum seinna. 

Kristján Kristjánsson, 3.8.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband