Kosningar

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki enn hvað ég á að kjósa í vor. Ég veit reyndar að aldrei kýs ég Framsókn eða Frjálslynda flokkinn af augljósum ástæðum. Ég kaus Samfylkinguna síðast og er í hjarta mínu hógvær miðjumaður. Ég hef það á tilfinningunni að margir séu búnir að fá nóg af þeirri græðgi og hroka sem virðist tröllríða okkar þjóðfélagi. Ég held að margir vilja mannlegra og umhverfisvænna þjóðfélag. Minni misskiftingu og óráðsíu. Draumórar segja sumir, það er ekki hægt að hafa velmegun án misskiftingu og þetta er bara öfund í fólki að gagnrýna bankastjóra fyrir að flytja inn útjaskaða poppara fyrir einkapartý fyrir margra ára árslaun flestra. En er þetta bara ekki birtingarmynd misskiftinarinnar? Ég held það, fólk er búið að missa sig í óráðsíu.

Þetta væri tækifæri fyrir Samfylkinguna að hrífa fólk eins og mig með sér núna en af hverju gerist það ekki? Ég veit ekki hvað Samfylkingin stendur fyrir. Ég veit hvað Sjálfstæðisflokkur og VG standa fyrir og margt er ekki ánægður með í þeirra stefnu. En ég veit allavega hver stefna þeirra er (Svo er annað mál hvort þeir standi við hana). Þegar ég reyni að átta mig á afstöðu Samfylkingarinnar fæ ég sjaldan svar. Hver er afstaðan til umhverfismála? Hver er afstaðan til hvalveiða? Hvað ætla þeir að gera í málefnum ESB? Hver er afstaða þeirra til skattamála? Stóriðju?

Ég er ekki sá eini sem finnst þetta. Allar tölur í skoðanakönnunum benda til þess og svo finn ég geysilegann pirring í Samfó og þeir virðast ekki vilja líta á staðreyndir og finnst fólk bara heimskt að skilja ekki þeirra stefnu. Þeir eru með hausinn í sandinum og þurfa heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum ef þeir eiga að fá mitt athvæði.

En það eru spennandi vikur framundan og að sjálfsögðu tekur maður afstöðu á kjörstað :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mæli með því Edda. Mér finnst æðislegt að sitja í 15 mínútur í strætó að morgni og kveldi með i-poddinn minn og eða góða bók. Fleiri ættu að gera það.

Kristján Kristjánsson, 11.3.2007 kl. 22:02

2 identicon

Blessaður félagi!!!    Skemmtilegt hverja maður rekst á á netinu þegar maður nennir ekki að vera að læra ...    Þetta Moggablogg virðist vera ferlega vinsælt - ég er samt enn ánægð með Blogger svo að ég nenni ekki að vera að skipta   

Allt fínt að frétta héðan frá Cardiff - skólinn bara á fullu og þesslags.  Msn-ið er reyndar bara held ég alveg að gefa sig hjá mér (þessi yndislega fartölva mín er alltaf jafn góð við mig ...) svo að ég er aldrei þar þó að ég sé "online".  Kem reyndar heim í páskafrí og hlakka mikið til - enda bara 19 dagar þangað til!  En á þessum 19 dögum þarf ég reyndar að hrista fram úr erminni minnst 2 ritgerðir (helst 3) og klára heilan helling af teikningum    Er svo alkomin heim um miðjan júní og þarf að fara að grafa eftir sumarvinnu.  

Vona að þú hafir það gott Kiddi minn og vonandi hittumst við nú fljótlega!

Guðrún Finnsd. 

Guðrún F. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 21:05

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gaman að heyra í þér Guðrún Gangi þér vel með ritgerðirnar og sjáumst vonandi í sumar

Kristján Kristjánsson, 13.3.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband