Góðir gestir

Það datt inná borð til mín ótrúlegur diskur með gamla rokkaranum Jerry Lee Lewis fyrir stuttu. Þetta er dúettaplata og gestalistinn er ótrúlegur.

 

Jimmy Page
BB King
Bruce Springsteen
Mick Jagger/Ronnie Wood
Neil Young
Robbie Robertson
John Fogerty
Keith Richards
Ringo Starr
Merle Haggard
Kid Rock
Rod Stewart
George Jones
Willie Nelson
Toby Keith
Eric Clapton
Little Richards
Delaney Bramlett
Buddy Guy
Don Henley
Kris Kristofferson
 
Ég man ekki eftir að hafa séð annann eins stjörnuskara á einni plötu. Platan er svo þrælskemmtileg líka, það er góður kraftur í þeim gamla og skondið að heyra lög eins og Rock n'roll (Led Zeppelin) þar sem Jimmy Page er að sjálfsögðu gestur. Hann flytur líka þekkt lög eftir gestina (þar sem þeir taka þátt af sjálfsögðu). Pink Cadillac með Bruce Springsteen, The Pilgrim með Kris Kristofferson, Travellin' band með John Fogerty o.fr. í bland við gamla slagara.
 
Platan heitir "Last man standing" :-)
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Ég keypti þessa plötu úti í Hollandi í fyrra.  Var áður búinn að heyra upphafsbút af lögunum á heimasíðu Jerrys.  Ég hef ljómandi gaman að þessari plötu.  Hún var á mörgum listum yfir bestu plötur ársins í áramótauppgjöri ýmissa fjölmiðla.

Gerð plötunnar hófst fyrir nokkrum árum.  Á þeim tímapunkti var ekkert verið að spá í plötu heldur fékk Jerry það verkefni að syngja tiltekin fyrir kvikmynd.  Ég man ekki hvaða kvikmynd.  En mig minnir að þetta hafi verið "Rock ´N´ Roll" lagið með Jimmy Page og eitthvað annað lag.  Í kjölfar þess varð til sú hugmynd að halda áfram á þessari braut og gera heila dúettaplötu.  Jerry var afar neikvæður gagnvart þeirri hugmynd.  Stóð harður gegn henni um hríð.  En þegar hann var að nefna þetta við fjölskyldu sína og vini voru allir spenntir fyrir hugmyndinni.  Þannig að kauði braut odd af oflæti sínu og gerði þessa fínu plötu.

Jerry er byrjaður að vinna að næstu plötu.  Það verður hreinræktuð blúsplata.     

Jens Guð, 26.3.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þessi plata fór alveg fram hjá mér á síðasta ári og var ekki flutt inn í verslanir hér heima fyrr en fyrir nokkrum vikum. Maður heyrir svo reyndar að Jerry Lee læðir mixum gestanna stundum aftar enda maðurinn annálaður égóisti :-)

Kristján Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Grumpa

Ég hélt að Jerry Lee Lewis hefði dáið '76? Það hlítur þá að hafa verið Keith Richards!

Grumpa, 26.3.2007 kl. 19:17

4 identicon

Ég var að sjálfssögðu með "puttann á púlsinum "og var búinn að panta plötuna fyrir útgáfudag, en ég ætla að vekja athygli á því hversvegna platan heitir Last Man Standing, það er vegna þess að af þeim köppum Sam Philips, Elvis Presley, Johnny Cash, Roy Orbison og Carl Perkins hjá Sun Records fyrir 50 árum er Jerry Lewis sá eini sem er á lífi.

Kveðja Eyjólfur "blúsari"

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 19:19

5 Smámynd: Jens Guð

Mér skilst að nafnið sé sótt í að þeir sem voru í Milljón dollara kvartettinum eru allir dánir nema Jerry.  Ég er ekki með þetta allt á hreinu en held að einhverjir fleiri sem voru hjá Sun Records séu á lífi.  En vissulega er allir sem þú nefnir,  Eyjólfur,  farnir yfir móðuna miklu.  Gaman að rekast á þig hérna,  Eyjólfur blúsfræðingur.  Hreinræktaða blúsplatan með Jerry hlýtur að vekja spenning hjá okkur báðum.  Mig minnir að hafa rekist á að þar verði eitthvað um dúettadæmi.

Ég lass í fyrra í hollensku poppblaði viðtal við Jerry þar sem fyrirsögnin var:  "Ég hef aldrei litið á Elvis sem kóng.  Mér finnst ég,  Chuck Berry og Little Richard vera alveg jafn miklir konungar rokksins."  Alltaf smá sjálfumgleði hjá kappanum. 

Jens Guð, 27.3.2007 kl. 01:45

6 identicon

Sæll Jens.

Það stendur orðrétt aftan á Last Man Standing með Jerry Lee Lewis: 50 years ago: Sam Phillips, Legendary Sun records In Memphis, Tennessee was the home of Elvis Presley, Johnny Cash, Roy Orbison, Carl Perkins and Jerry Lee Lewis, The Founding Fathers of Rock and Roll today. Jerry Lee Lewis is "The Last Man Standing".

Hinsvegar er það á hreinu að það eru menn á lífi sem komu við sögu hjá Sun Records og eru enn að spila.

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:48

7 Smámynd: Jens Guð

  Svona er ég fljótfær.  Er með diskinn við hliðina á mér en hafði ekki rænu á að kíkja á textann aftan á honum. 

  Til gamans:  Jerry sendi Sigga Lee Lewis stórt auglýsingaplakat fyrir plötuna.  Siggi hefur ekki autt veggpláss fyrir plakatið og arfleiddi mig að því.   

Jens Guð, 27.3.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband