Fermingar

Nú fer í hönd fermingartímabil eins og alltaf og kaupmenn fagna. Burtséð frá skoðunum sem má hafa af tilgangi ferminga varð ég hneykslaður á einu í dag sem vinnufélagi minn sem er að ferma dóttir sína sagði mér í dag. Hann verður að kaupa HVÍTA bíblíu. Ég hef reyndar aldrei pælt í þessu hvort þetta hafi alltaf verið svona en mér finnst ofboðslega leiðinlegt þegar er verið að setja alla í einhvern staðlaðann búning og enginn má vera öðrvísi. Það er verið að hugsa meir um útlitið heldur en tilganginn finnst mér. Að staðfesta trúna hjá einstaklingum. Síðan má alltaf deila um hvort að 13 ára unglingar eru nógu þroskaðir til að taka þá ákvörðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig væri að benda manninum á biblíu með Burberry-munstri?  Meiri hégóminn

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Fermingar eru staðfesting á trúnni, þ.e. trúnni á peninga og veraldleg gæði. Guð er notaður sem vísun í það sem raunverulega er að vígja krakkana inn í. Og að sjálfsögðu þarf maður til þess HVÍTA biblíu, en ekki bláa eða svarta. Þetta er ótrúlegt hreint út sagt. :)

Ruth Ásdísardóttir, 28.3.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Jens Guð

  Manndómsvígslur eru þekktar í öllum þjóðfélögum.  Það er einhver stór athöfn þar sem unglingur fer úr hlutverki barns og verður tekinn í fullorðinna manna tölu.

  Eins og með margt annað svona (nafngiftir,  jól,  páska o.þ.h.) yfirtók kristna kirkjan athöfnina og tróð inn í hana kirkjulegum tilgangi.  Það er ekki til stafkrókur í Biblíunni um fermingu fremur en jól.   

Jens Guð, 28.3.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég kannast ekki við að fermingarbörn verði að eiga hvíta Biblíu.  Þetta er hugsanlega krafa sem einstaka prestur setur.  Hinsvegar hefur löngum verið einskonar hefð á því að láta fermingarbarn vera með hvíta Biblíu í höndunum á fermingarmyndunum.  Samt er miklu flottara að vera með Völuspá í höndunum. 

Jens Guð, 28.3.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband