Mannauður

Ég fæ aldrei nóg af því að tögglast á hvað við Íslendingar eigum það æðislega gott :-) Einn mesti auður okkar er mannauðurinn sem birtist í geysilega öflugu menningarlífi sem við eigum og hefur vakið athygli erlendis og hefur ásamt náttúrufegurð okkar aukið ferðamannastraum til landsins geysilega undanfarin ár og skilað okkur miklum tekjum. Mér finnst mjög undarlegt að heyra fólk tala niður þessa auðlind okkar og benda á að eina lausnin hjá okkur Íslendingum til frambúðar er stóriðja og hvalveiðar og kalla okkur umhverfissinna lopapeysulið og við séum ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Er ekki frekar að fyrrgreindur hugsunargangur sé einmitt gamaldags og sýni kannski minni framsýni? Þetta eru eflaust fínar skyndilausir en hver er framtíðarsýnin fyrir börnin okkar? Hvað gerist þegar við höfum virkjað öll árvötn og landið okkar þykir ekki lengur spennandi kostur? Við verðum þá 300 þúsund manna eyland með nóg af álverum og stóriðju og sérstaða okkar, hreina andrúmsloftið sem við stærum okkur af horfin. Við erum svo mikil tarnaþjóð við Íslendingar, fáum oft æðisköst og æðum áfram í hugsunarleysi þegar við sjáum einhverjar ódýrar lausnir. En við verðum aðeins að staldra við núna held ég og skoða hvað þar er sem við viljum og finna leiðir af þeim mörkum.

Þegar á reynir stendur íslenska þjóðin oftast saman. Við verðum að skoða aðeins í kringum okkur, anda að okkur loftinu okkar, fara horfa á náungann, njóta þess góða sem við eigum og byggja upp æðislegt land fyrir komandi kynslóðir. Við höfun engann rétt til að eyðileggja landið okkar, við erum ábúendur núna og síðan kemur næsta kynslóð sem tekur við af okkur. Við verðum að skila af okkur auðlindinni helst í betra ástandi en við tókum við henni. Við verðum svo að verðlauna feðrum okkar og mæðrum fyrir að skila auðæfunum í okkar hendur og búa þeim áhyggjulaust æfikvöld. Það er okkar skylda.

Horfum á lífið með jákvæðum huga. Greinum þarfir okkar og finnum bestu leiðina að þeim. Ölum ekki á fordómum og neikvæðni og hræðslu við það óþekkta. Njótum þess að lifa, það er stutt okkar dvöl hér og við eigum að njóta hvers dags :-)

Eigið öll æðislegann dag :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

Ég vil benda fólki á að lesa greinar eftir Ágúst Einarsson rektor á Bifröst. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur mikið stúderað áhrif menningar og lista á efnahagskerfið. Niðurstaða rannsókna sem hann gerði nýlega og gildir um árið 2003 er sú að það ár var menning (tónlist, myndlist, leiklist o.s.frv) 4% af þjóðartekjum landsins meðan landbúnaður og álframleiðsla náðu ekki 2%. Hægt er að skoða greinar og fyrirlestra hér: http://www.bifrost.is/kennarar/2006/default.asp?sid_id=29556&tre_rod=064|003|&tId=1

Grumpa, 1.4.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vel mælt......

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fínn pistill.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.