Páskafrí

Jæja þá er komið langþráð páskafrí :-)

Er á leiðinni í dag í sumarbústað með vinum og vandamönnum rétt hjá Gullfoss og Geysi :-) Það verður afslöppun, gönguferðir, samverustundir með fólki sem mér þykir vænt um :-) Æðislegt.

Á mánudagskvöld eru það svo Bjarkartónleikarnir og ég er spenntur að sjá þá. Mér finnst frábært að Jónas Sen sé kominn í hljómsveitina hjá Björk. Hann á eftir að taka sig vel út á flyglinum :-)

Svo eftir páska verður spennandi að fylgjast með pólítíkinni fram að kosningum. Það getur allt gerst greinilega miðað við skoðannakannanir. Annars finnst mér að þessir blessuðu pólítíkusar ættu að hætta að tvístíga alltaf. Það er eins og þeir séu alltaf svo hræddir við að hafa ekki allar dyr opnar fyrir stjórnarsamstarf. Maður veit aldrei hvar þeir enda eftir kosningar. Ætla VG í samstarf við sjálfstæðisflokk? Ætla Samfó í samstarf við sjálfstæðismenn? Getur ISG unnið undir Steingrími í stjórn? Ætla vinstri flokkarnir að starfa með Frjálslyndum eftir innflytjendaútspil þeirra?

Maður fær aldrei nein svör því oftast vilja flokkar bara komast í stjórn og þá vilja stundum málefnin fjúka. Þetta er séríslenskt fyrirbrigði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Þetta með að hverjir myndu vinna með hverjum eftir kosningar er ekki gott að vita.  Flokkarnir er allir galopnir, en ef ég vissi hvaða flokkar myndu helst mynda ríkisstjórn, þá væri ég ekki í vafa hvaða flokk ég myndi kjósa.  Ég sjálf er búin að ákveða hvaða stefnu ég vil í pólitík, en vegna vissra aðstæðna hef ég það einungis fyrir mig. Vonandi kemur þetta betur í ljós áður en maður gengur að kjörkössunum. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 7.4.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Og gleðilega páska og njóttur samverustundar vina og ættingja.  Ég ætla að finna sálina í garðyrkjunni um páskana ef vinnan leyfir.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 7.4.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það verður vi. stjórn í vor GUÐISÉLOF. Gleðilega páska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.