Yndisleg helgi í Kjarnholti

Þá er yndislegri helgi í sveitinni lokið. Við gistum í Kjarnholti nálægt Gullfossi og helgin var í einu orði sagt frábær.

Það var góður kjarni sem var alla helgina og síðan var stöðugur gestagangur alla helgina af fólki sem kom og heimsótti hana Thelmu.

Þetta var mjög fjölbreyttur hópur af krökkum, unglingum og fullorðnum og að sjálfsögðu skemmtilegur hópur,

Það var svo yndislegt hvað helgin var eitthvað tímalaus, ekkert netsamband og maður einhvernveginn hvíldist svo vel. Fór í gönguferðir, heita pottinn, eldaði, spiluðum actionary, fórum í skoðunarferðir og áttum bara yndislegar samverustundir.

Hápunktarir voru að sjálfsögðu afmælið hennar Thelmu sem var glæsileg að vanda og fékk til sín ógrynni af skemmtilegu fólki alla helgina. Maturinn hennar Lollu er alltaf frábær og það var gaman af því við vorum svo mörg að við elduðum öll saman hitt og þetta svo var gengið í allt. Actionary leikurinn var frábær og ég fékk að leika Svarthöfða, Loga Geimgengil, Jarðskjálfta, Lindu að elta börnin sín, lús o.fl og ég er stoltur að mitt lið gat giskað á allt rétt sem ég lék :-) Og okkar lið vann :-)

Við fórum og skoðuðum Gullfoss og fengum góðar viðtökur í Gullfosskaffi þar sem okkur var boðið íslenska kjötsúpu og brauð sem smakkaðist ótrúlega vel. Mér var hugsað til náttúruna okkar og var hugsað til sögunnar þegar ég las um sögu Sigríðar Tómasdóttiur kjarnakonu frá Brattholti sem í byrjun síðustu aldar var að berjast á móti virkjun Gullfoss sem erlend fyrirtæki voru að sækjast eftir og fékk lítinn skilning frá stjórnvöldum. Voðalega hefur lítið breyst á þessum árum ekki satt? Gullkornið átti svo unglingurinn í hópnum sem sagði eftir smá tíma "Gullfoss er fallegur boring foss" :-) :-)

Við fórum á Geysi að sjálfsögðu og skoðuðum Skálholtskirkju. Gullkornið kom þar frá litlu stelpunni í hópnum sem sagði "Jæja þá erum við búin að skoða Kálholt" :-) :-) :-)

Takk Thelma fyrir yndislega helgi :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband