Áhugavert

Mér líst mjög vel á þessa þætti. 40 þættir ættu að vera ansi ýtarleg umfjöllun um líf Bruce Lee og örugglega áhugavert að sjá hvernig Kínverjar gera þessa þætti. Vonandi tekur Ríkissjónvarpið þessa þætti til sýninga þegar að því kemur.

 

Ég gleymi aldrei þegar maður fór í Austurbæjarbíó sem gutti að sjá Enter The Dragon. Það var mikil upplifun fyrir gutta á mínum aldri. Ég held að það hafi ekki heldur skaðað mig neitt andlega að sjá svona ofbeldismynd á þessum aldri. Allavega telst ég ekki til ofbeldisfyllri manna Wink Ég horfi enn reglulega á Bruce Lee myndir og hefur hún Thelma séð um að fæða mig þeirri menningu reglulega Smile

 

Ég fæ aldrei nóg af Bruce Lee Joyful

 


mbl.is Kínverjar minnast Bruce Lee í nýjum sjónvarpsþáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Who is Bruce Lee (segisonna).  Góða skemmtun og takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Jens Guð

  Jú,  þessar myndir eru varasamar.  Þegar ég var unglingur,  fyrir 30ogeitthvað árum,  fórum við kunningjarnir í Laugarásbíó að sjá svona kínverskar slagsmálamyndir.  Við gátum varla beðið eftir því að fara fyrir utan Tónabæ og prófa það sem héldum að við hefðum lært af myndunum.  Þá urðu oft fjörug slagsmál.  Sem tókust misvel.  Það kom fyrir að ég var laminn í klessu eftir að hafa ofreiknað lærdóminn af myndunum.  En þetta var jafn gaman fyrir því.  Bubbi var á útopnu á þessum dögum (við erum jafnaldrar).  Hann notaði allt aðrar aðferðir í áflogunum.  Blandaði boxtækni inn í dæmið sem við hinir kunnum ekkert á.  Það var nú meira fjörið. Sprungnar varir og glóðuraugu voru uppskeran.  En alltaf gaman.

Jens Guð, 14.4.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband