Peter Björn & John & Skátar & Jan Mayen & Reykjavík!

Þessi vika er búin að vera dáldið klikk og maður hefur ekki komist mikið á bloggið. En það er náttúrlega fullt í gangi eins og alltaf. Pólítíkin er mjög spennandi þessa dagana og næstu vikur verða mjög skemmtilegar á því sviði. Vonandi tekur umræðan á sig jákvæðari blæ og ég vona að flokkarnir sjái að það er betra að tala um hvað þeir ætli að gera, ekki hvað allir hinir eru vondir við þá Smile

 

Í tónlistinni er fullt að gerast eins og venjulega. Ég er ennþá með brosið eftir Bjarkartónleikana og frábært að sjá alla jákvæðu dómana sem hún er að fá. Arnar Eggert hjá mogganum hitti naglan á höfuðið þegar hann sagði "Björk er alltaf að vaxa" Orð að sönnu Smile

 

Á morgun er ég að fara á tónleika með Peter Björn & John á Nasa og hef trú á að þar verði stuð. Þeir spila skemmtilega frumlega popptónlist og nýja platan þeirra er mjög góð.

 

Það eru frumlegir útgáfutónleikar á Barnum laugavegi 22 á laugardagskvöld. Hljómsveitin Skátar ætla að fagna nýju plötunni sinni "Ghost of the bollocks to come" og þar koma fram hljómsveitirnar Reykjavík! og Jan Mayen  og ætla að spila lög eftir eftir Skátana. Þetta er æðisleg hugmynd og verður gaman að heyra hvernig lögin hljóma í útsetningum þessara eðalsveita Smile

 

Að lokum er gaman frá því að segja að Pétur Ben og Ólöf Arnalds eru að spila í Danmörku þessa dagana og spennandi að sjá hvernig frændur okkar taka þeim Smile






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband