Björk er einstök

Það er gaman að lesa þessa umfjöllun "The Scotchman" um væntanlega plötu Bjarkar. Það er alveg rétt að Björk á sér varla neinn líkan í sköpun á tónlist í heiminum í dag. Hún gerir líka sínar plötur algerlega á sínum forsemdum og mér fannst tilvitnun í greininnni góð þar sem Timbaland (Samstarfsmaður Bjarkar á plötunni) spyr Björk hvort hún ætli að gera "skrýtna" plötu eða "vinsældar" plötu. Björk leit á hann með undrun og sagði "Það er ekki hægt að ákveða það áður en þú byrjar að vinna plötuna". Þetta lýsir henni betur en margt annað. :-)

Bein tilvitnun-

THE first time Björk met Timbaland to discuss his collaboration on her new album Volta, the American producer asked her if she wanted to "do something weird" or to "make a hit". She was shocked by such naked calculation. "How can you say that?" she told him. "I could never work like that - decide what it is before you even start."


mbl.is Volta staðfestir stöðu Bjarkar sem eins áhugaverðasta tónlistamannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ég hef alltaf dáð Björk frá því hún var að byrja í tónlistinni.  Ég hef samt aldrei farið á tónleika með henni, enda fer ég aldrei neitt nema í kring um börnin og barnabörnin. Myndi langa til þess að heyra nýjustu skífuna hennar.  Björk er sannur listamaður, er ekki að reyna gera öðrum til geðs heldur heldur áfram með tónlist sem ríkur úr hennar hjarta.  Það er alltaf gaman að heyra rödd hennar, bæði í söng og þegar sjónvarpstöð tekur viðtal viða hana. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Jens Guð

Björk hefur bara vaxið sem tónlistarséní og persóna með aldrinum.  Það er frábært að fylgjast með ferli hennar.  Og viðtöl við hana eru bara skemmtileg.  Ég minnist þess þegar Mezzoforte náðu athygli í Bretlandi að viðtöl við liðsmenn hljómsveitarinnar ollu alltaf vonbrigðum.  Þau voru leiðinleg (og reyndar músíkin líka ef út í það er farið). 

Aftur á móti eru viðtöl við Björk alltaf skemmtileg.  Músík hennar er eðlilega mis merkileg.  Oft töluvert merkileg og áhugaverð.  Stundum er músíkin meira forvitnileg en virkilega skemmtileg.  Það liggur í eðli nýsköpunar.  En viðtöl við hana klikka ekki.

  Hún hefur að auki skoðanir á náttúrvernd,  Írakstríðinu,  rasisma og sérstaklega þótti mér vænt um að heyra af baráttu hennar fyrir sjálfstæði Færeyja og Grænlands.

  Burt séð frá því er hún einn merkasti tónlistarmaður heims í dag.   

Jens Guð, 16.4.2007 kl. 02:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björk er fín.  Bjóst einhver við öðru?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband