Iceland Airwaves 2007

Nú geta innlendar hljómsveitir byrjað að sækja um á Iceland Airwaves hátíðinni og hvet ég alla að gera það. Þetta er gott tækifæri að koma tónlist sinni á framfæri. 

 

 Hér fyrir neðan birti ég texta frá Hr. Örlygi um umsóknarferlið.

 

Hr. Örlygur er byrjaður að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum fyrir Iceland Airwaves 2007 - sem fram fer í miðborg Reykjavíkur 17.-21. október

Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007. Markmið hátíðarinnar verður sem endranær að bjóða upp á það ferskasta og skemmtilegasta sem er að gerast í íslenskri tónlist - og gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á Airwaves. Við viljum því hvetja jafnt ungar og upprennandi sveitir, sem og þær fræknari og reynslumeiri, til að senda inn umsókn.

Meðal þeirra 30 flytjenda sem komu fram á Airwaves í fyrsta sinn í fyrra má nefna Lay Low, Ólöfu Arnalds, Sprengjuhöllina, Hjaltalín og Ultra Mega Technobandið Stefán.

 

UMSÓKNARFERLIÐ
Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2007 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Press/Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þar má finna nánari upplýsingar um fylgigögn. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni.

Vert er að taka fram að byrjað verður að fara yfir þær umsóknir sem berast. Þar sem bæði innlendir og erlendir listamenn verða staðfestir og kynntir til leiks á dagskrá Iceland Airwaves 2007 á næstu vikum og mánuðum - viljum við hvetja þá flytjendur sem sjá sér fært til að senda okkur umsóknir í apríl, maí og júní að láta slag standa og gera það.

Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58

 

ÁKVARÐANATAKA
Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 15. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Eldar Ástþórsson, Egill Tómasson, Diljá Ámundadóttir og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2007. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum.

Frekari upplýsingar veita:
Egill Tómasson: 823 5881 (egill@destiny.is)
Eldar Ástþórsson sími 869 8179 (eldar@destiny.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband