Bankinn minn

Ég er einn af þeim sem er með öll mín viðskifti við sama bankann og hef gert í mörg ár. Telst góður kúnni skilst mér. Það fer óstjórnlega í taugarnar á mér að fá lélega þjónustu. Ég verð að segja frá einu atviki sem mér fannst alveg grátbroslegt.

Ég er með viðbótarlífeyrissparnað í Spron og hef verið með hann í nokkur ár. Svokallaðs Lífsvals sem SPRON bíður uppá. Gott og vel hef byggt upp fínann sjóð og það var góð hugmynd að gera þetta finnst mér. Maður tekur lítið eftir aurnum og þetta er fljótt að safnast. En lengi hefur bankinn verið að senda mér bæklinga um betri leiðir til að ávaxta sparnaðinn. Loksins ákvað ég að hringja í þjónustufulltrúann til að færa mig yfir í svokallaðað æfiskeið minnir mig að það heiti.

Það svaraði ungur maður. Samtalið var skrýtið. Í stuttu máli fékk ég fyrst engin viðbrögð né ráðleggingar við fyrirspurn minni. Loksins sagði ég "Er ekki best að fara í æfisskeiðarkerfið" spurði ég. "Jú jú það gera það flestir" svaraði hann. "Ok best ég geri það" sagði ég samt smá hlessa yfir áhugaleysinu. Þá kom þessi gullna setning "Ok kallinn minn, ég skal redda þessu fyrir þig"!!!!!! "Hvað er meillinn hjá þér". Ég var hvumsa og gaf upp póstfangið. "Ok ég sendi þér meil"
Síðan kom daginn eftir í tölvupósti viðhengi með samningi sem ég átti að fylla út, prenta og senda á eitthvað póstfang útá landi.

Semsagt "Ég skal redda þessu fyrir þig KALLINN MINN" Bankinn er sem sagt að gera mér stórann greiða að ávaxta lífeyrisparnað minn! Og þar sem ég er nú í fyrsta lagi löngu búinn að undirrita samning um lífeyrissparnað hefði nú væntanlega verið lítið mál fyrir "þjónustufulltrúann" að bjóða mér að koma við í einhverju útibúi SPRON og undirrita nýjann samning sem bankinn væri búinn að gera tilbúinn! Nei nei ég átti að prenta út blaðið, fylla það út, kaupa umslag og frímerki, fara í næsta pósthús og senda samninginn út á land.

Bankinn eyðir milljónir króna í auglýsingar og flotta bæklinga en stoppa svo viðskiftin á þjónustufulltrúum sem tala niður til kúnna sína. Ekki góður bissness finnst mér. Eiginlega sorglegt.

Ég ætla að halda áfram viðskiftum mínum við SPRON. Hef lengst af verið ánægður hjá þeim en lífeyrissamningurinn liggur óbreyttur :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta eitthvað dramb í þér að heimta að bankastarfsmenn séu bæði kurteisir og fróðir um bankamál

linda (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Jens Guð

  Kiddi minn,  grundvallaratriði er að eiga sem allra takmörkuðustu viðskipti við banka.  Bankinn minn,  Glitnir,  stingur af og til upp á að ég skrái mig í hina eða þessa þjónustu hjá þeim.  Já,  einmitt,  lífeyris-eitthvað og annað í þeim dúr.  Ég eyði frá þeim eins miklum tíma og ég nenni að fara yfir málin.  Set fulltrúana í mikla vinnu við að reikna út hitt og þetta.  Þegar þeir vilja fá undirskrift set ég þá í ennþá meiri vinnu við að reikna út.  Ég skoða aldrei þessa útreikninga en bið um fleiri útreikninga.  Þar fyrir utan nota ég gamaldags ávísanahefti.  Set einn pennapunkt inn í núll eða aðra tölustafi neðst á ávísunina.  Það krassar lestrarvélarnar hjá þeim.  Svo læt ég liðið yfirfæra út og suður óþarfar færslur og harðneita að borga öll þjónustugjöld.  Veð í stjórana á bænum og fæ allt slíkt niðurfellt.  Þetta getur verið hin besta skemmtun.

  Samt ekkert á við það þegar Hjálparsofnun ríkiskirkjunnar var og er með gíróseðla í pósthúsum.  Það kostar hana 55 kr. að leysa út framlag.  Ég borgaði alltaf 10 króna framlag í hvert sinn sem ég átti leið í pósthús.  Hjálparstodnunin þurfti að borga 45 kall með hverju innleggi.  þangað til að hún breytti lágmarksupphæðinni í 100 kr.  Núna þarf ég að finna upp á nýjum hrekk.    

Jens Guð, 18.4.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband