Biðraðamenningar

Þetta er skemmtilegar tölur. Ég hef stundum verið að spá í biðraðamenningar í heiminum og ég held við Íslendingar erum þar mjög neðanlega á lista. Það hefur reyndar pínulítið skánað undanfarin ár en ekki mikið. Hve oft hefur maður ekki staðið í einfaldri biðröð við kassa í bónus sem skiftist síðan á 2 kassa þegar nær dregur?  Hve oft gengur ekki fólk framyfir í "styttri röðina". Þetta mundi valda miklum deilum erlendis.

 

Þegar ég bjó í Svíþjóð þegar ég var unglingur gleymi ég aldrei að það var hérumbil alltaf sama fólkið á sama stað í röð að bíða eftir strætó. Ég held ég hafi ruglað systemið smá þegar ég var ekki alltaf að koma á sömu mínútunni Smile

 

Svo þegar ég fór að stunda tónleika að staðaldri erlendis þá sá ég svo sannarlega hve aftarlega við Íslendingar erum á þessu sviði. Aldrei neinn ruðningur. Mörg hundruð manns komust inn á örskammri stundu og ekkert vandamál. Maður komst alltaf framarlega á tónleikum, eina sem maður þurfti að gera var að ganga varlega og afsaka sig pent og það opnaðist gátt í hópnum og maður var kominn á góðann stað áður en maður vissi af og lítil sem engin þrengsli.

 SmileSmileSmile

 


mbl.is Deilt og daðrað í biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Garðars

Hvergi í heiminum færi fólk að mynda 3 biðraðir að 2 afgreiðsluborðum.

Nema ef Íslendingar eiga í hlut.

Upplifði þetta einu sinni og sannfærðist að Íslendingar eina enga biðraða menningu.

Óli Garðars, 19.4.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Jens Guð

Íslendingar eru aumasta biðraðafólk sem til er.  Fyrir mörgum árum var ég staddur í Færeyjum.  Hitti þar Þjóðverja sem var að rúnta með Norrænu.  Hann hafði m.a. farið í land á Seyðisfirði og skroppið til Reykjavíkur.  Þegar ég hitti hann í Færeyjum var hann nýbúinn að hringja heim til foreldra sinna í Þýskalandi.  Það fréttnæmasta sem hann hafði þeim að segja um Ísland var biðraðaómenningin.  Í tvígang sá hann tóman strætisvagn stoppa við biðstöð.  Þar biðu 5 - 6 manns.  Þeir fóru ekki í röð heldur reyndu allir að troðast inn í vagninn í einu.  Þetta þótti Þjóðverjanum ótrúlegt að sjá.

Jens Guð, 19.4.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband