Sorglegt

Það lagðist yfir mann sorg þegar ég horfði á húsin í Austurstræti brenna. Maður þakkar auðvitað fyrir að engin slys urðu á fólki og enn og aftur sýnir slökkviliðið okkar hvað í þeim býr. Þetta er fólk sem er daglega að vinna hættulegt og þakklátt starf ásamt sjúkraflutningum o.fl. Hve oft hafa þeir komið í veg fyrir manntjón og eignatjón með öruggum vinnubrögðum sínum.

Þetta minnti mig á fyrir nokkrum árum þegar hús við Vonarstræti brann og maður horfði á með sorg í hjarta. Það hús var svo endurbyggt og ég vona að borgaryfirvöld geri það sama við húsin í Austurstræti.Það yrði stórslys ef t.d. borgin ákveður að byggja einhver háhýsi þarna eða eitthvað álíka.

Mér var líka hugsað til þess hvað umhverfið okkar hefur breyst. Nú upplifir maður flesta stóratburði í beinni útsendingu. Netið er orðið aðalupplýsingaflæði okkar. Ég gleymi náttúrlega aldrei 11 september (sem ég er alls ekki að líkja við atburði dagsins) Þegar ég sat við tölvuna í vinnunni og vinnufélagi minn sagði "það flaug flugvél á World Trade Center". Og síðan nokkrum mínútum síðar "Það flaug önnur vél á hinn turninn". Það breyttist allt svo mikið á þessum degi þegar maður áttaði sig á að atburðir líðandi stundar voru nákvæmlega að gerast nánast á sömu stundu og maður fylgist með framvindunni í beinni útsendingu.


mbl.is Talið að eldurinn hafi kviknað út frá ljósum í söluturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.