Varadekkið

Ég man það vel í síðustu alþingiskosningum fyrir 4 árum þegar Framsókn vann "Varnarsigur" og hélt áfram samstarfi sínu við Sjálfstæðismenn. Þá var því spáð að Framsókn yrði rústir einar eftir kjörtímabilið. Samkvæmt skoðannakönnunum virðist það vera að gerast. Því má ekki gleyma samt að Framsókn mælist oft minni í könnunum en kosningum. Síðan gerist það í borgarstjórnakosningum í reykjavík fyrir stuttu að Framsókn með örfylgi fer í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Það er endanlega búið að festa Framsókn sem varahjól undir Sjálfstæðisfokki í hugum flestra kjósenda. Það er illa komið fyrir þessum aldagamla flokki sem má muna fífil sinn fegurri. 
mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband