Slen
3.6.2007 | 18:25
Það er búið að vera hálfgert slen yfir mér síðustu daga. Sennilega einhver sumarpest. Slappleiki án þess að vera beint fárveikur. Þoli ekki þannig pestir. Maður verður eitthvað svo orkulítill
Náði samt að fara í skemmtilegt viðtal á föstudaginn. Það voru aðilar að gera heimildarmynd um dauðarokk. Það var þrælskemmtilegt viðtal þar sem ég lýsti dauðarokksbylgjunni frá mínu sjónarhorni. Lýsti upplifun mína á sínum tíma þegar svokallað "Thrash metal" þróaðist í "Dauðarokk" með hljómsveitum á borði við Morbid Angel, Death o.fl. Einnig fór ég aðeins yfir Íslensku senuna eins og ég upplifði hana á þessum tíma. Hlakka mikið til að sjá þessa mynd
Annars er ég aðallega búinn að ligga yfir gömlum Robert Mitchum myndum yfir helgina. Mitchum er ekkert smá svalur leikari. Hans "méreralvegsamaumalltogalla" taktar eru æðislegir og mér finnst hann líka betri leikari en margir vilja ætla honum Það er líka augljóst hvaðan leikarar á borð við Michael Madsen hafa tekið sinn leikarastíl. Mitchum engin spurning
Ég er mest svekktur að hafa ekki komsit til akureyrar um helgina en bæti það upp næstu helgi. Þá mæti ég norður á fund hjá Rokkklúbbnum mínum. Við ætlum líka að halda kveðjugilli fyrir Sigga Sverris sem er á leið til Glasgow í nám. Ætli það verði ekki splað eitt eða tvö AC/DC lög þar
Jæja best að halda áfram með Mitchum kallinn. Er að fara setja mynd í spilarann sem heitir "The Yakuza" með kallinum og ef ég man rétt þá er hún frábær
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér með Robert Mitchum. Hann og Bogart voru mitt uppáhald.
Linda Ásdísardóttti (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.