Chris Cornell til Íslands

Frábærar fréttir! Chris Cornell spilar í laugardalshöll 8 september næstkomandi! 

 

Cornell mun spila lög af öllum ferlinum. Tilvitnun frá Concert ehf

 

Það sem gerir núverandi tónleikaferð Cornell og þar með tónleikana hans 8. sept í Laugardalshöllinni að stórmerkilegum viðburði og ómissandi fyrir alla rokkunnendur er sú staðreynd að í fyrsta skipti á sviði mun Cornell taka alla helstu smelli allra þessara þriggja banda, auk vinsælustu laga sólóferilsins. Gestir mega sem sagt búast við því að á einu kvöldi verði boðið upp á lög á borð við "Black Hole Sun", "Fell on Black Days", "Spoon Man" og "Outshined" með Soundgarden, "Hunger Strike" og "Say Hello 2 Heaven" með Temple of the Dog og "Like a Stone", "Cochise", "Be Yourself", "Original Fire" 
og "Doesn't Remind" með með Audioslave. Auk þess má búast við smellum frá sólóferlinum á borð við "You Know My Name" úr nýjustu James Bond myndinni.

 

Ég segji bara jíbbí já háááááá!

 

GrinGrinGrin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi jíbbí já háááááá! með þér!

Ragga (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:01

2 identicon

Jebb, frétti af þessu í gær... Við erum víst að fara til útlanda þann 5.

Maja Solla (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Haukur Viðar

Ég vona að hann taki Jesus Christ Pose

Annars finnst mér nýja platan nokkuð slök við fyrstu hlustun. Hann er orðinn "gamall í röddinni"

Haukur Viðar, 4.6.2007 kl. 19:45

4 Smámynd: Grumpa

Ég vona að hann taki Hands all over!! En eins og þetta verður örugglega gaman þá er mér til efs að hann fylli Laugardalshöllina. En hvað veit ég?

Grumpa, 4.6.2007 kl. 20:28

5 identicon

Mæli með að þið kíkið á viðtal við hann á YouTube hjá MMM, þar tekur hann nokkur lög live. Síðan er bara ykkar að meta hvort hann sé að eldast eður ei.

Maja Solla (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Frábært, hef samt ekki hlustað mikið á sóló efnið hans´finnst það of poppað, en lá í Soundgarden og Temple Of The Dog...passlega hrifinn af Audioslave plötunum...má ég þá frekar biðja um hinn reiða Zach

Georg P Sveinbjörnsson, 5.6.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband