Kveðja Susie Rut

Mig langar til að benda á áhrifamikið bréf frá foreldrum Susie Rut litlu frænku minnar sem mér barst ekki gæfa til að kynnast. Mamma Susie er dóttir bróðir pabba míns og hugur minn er með fjölskyldunni á þessum erfiða tíma. Missir þeirra er meiri en hægt er að ímynda sér. Útförin er í dag.

 

Þau tóku þá ákvörðun að segja söguna til þess að reyna að forða öðrum frá sömu örlögum. 

 

Hér er bréfið 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las þetta áðan og þetta er átakanlegur lestur. Ég tek ofan af fyrir föður hennar að koma svona fram og tala opinskátt um þetta.

Votta fjölskyldunni samúð mína. 

Ragga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:07

2 identicon

Ég tek undir með Röggu, finnst mjög virðingarvert að maðurinn skuli láta birta þessa átakanlegu reynslusögu.
Votta þér og öðrum fjölskyldumeðlimum samúð mína.

Maja Solla (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Átakanlegur lestur. Ég votta ykkur öllum samúð mína, elsku vinur.

Thelma Ásdísardóttir, 26.6.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Mann skortir orð yfir óhugnaðinum sem býr að baki örlögum Susiar. Ég votta þér og fjölskyldu hennar samúð mína. Vonandi verður þessi djarfhuga hvatning föður hennar til þess að hinn almenni borgari rísi upp á afturlappirnar til að spyrna við þessu mikla þjóðfélagsmeini. Samtakamátturinn er eina aflið sem virkar á þessum ljóta vígvelli.

Sólmundur Friðriksson, 27.6.2007 kl. 12:56

5 Smámynd: Haukur Viðar

Agalega sorglegt.

Samhryggist öllum hlutaðeigandi . 

Haukur Viðar, 27.6.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.