Robert Plant neitar orðrómi um endurreisn Led Zeppelin

led zepSamkvæmt vefritinu www.totalrock.com neitar Robert Plant orðrómi um að Led Zeppelin séu að koma saman aftur.

 

Þessi orðrómur hefur reyndar alltaf dúkkað upp við og við undanfarin ár. En allavega fullyrðir Total Rock að Plant segir þetta dellu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sem sat hina frægu tónleika í Höllinni 1970, hef ekki minnsta áhuga á að sjá þá endurreista.  Stundum eru minningarnar með ævilanga nýtingarmöguleika.  Tónleikarnir voru bara bestir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 17:16

2 identicon

Var einmitt búin að sjá þetta. Fúlt!

Ragga (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 17:52

3 identicon

Bölvaður asninn...
Ég sem var farin að sjá fyrir mér flott gigg í Globen, Stokkhólmi.

Maja Solla (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Grumpa

æ ég er nú  eiginlega fegin. sumt má bara kjurt liggja

Grumpa, 4.7.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Jens Guð

  Hljómsveit eins og LZ eiga alls ekki að skaða glæsilega fortíð og góða ímynd með því að dúkka upp sem skugginn af sjálfum sér.  Ég er jafn ánægður með að LZ séu ekki endurreistir eins og ég er ánægður með sömu ákvörðun liðsmanna Bítlanna og The Clash.  Þessar stærstu hljómsveitir rokksögunnar gera rétt í að leyfa hátindi hljómsveitanna að lifa í minningunni. 

Jens Guð, 4.7.2007 kl. 23:45

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þegar John Boonham dó töldu eftirlifandi meðlimir Zeppelin að hljómsveitin yrði aldrei sú sama og ég held það sé rétt mat. John Boonham var svo rosalega stór hluti á "sándi" sveitarinnar að endureisn yrði bara skugginn af gamlri frægð. Ég sá Plant og Page á hróarskeldu þar sem þeir fluttu mörg Led Zeppelin lög og fannst það alveg geysileg vonbrigði. Lögin hljómuðu engann veginn eins og ég vænti og á köflum varð ég hundfúll yfir flutningnum þó það væri vissulega gaman að sjá þessa meistara saman á sviði. 

Plant var svo brilljant í höllinni um árið og sannaði að hann er einn besti söngvari í heimi en hann var þar á sínum eigin forsemdum sem er bara hið besta mál.

Ég öfunda Jenný fyrir að hafa séð Zeppelin í höllinni á sínum tíma. Það voru greinilega ógleymanleg upplifun fyrir þá sem þar voru. Andrea Jóns vinkona mín hefur sagt mér frá þeim tónleikum

Kristján Kristjánsson, 4.7.2007 kl. 23:55

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ER sammála þér Kiddi, við fæddumst bara "aðeins" of seint fyrir þessa tónleika! Já, hef heyrt fleiri en þig Kiddi lýsa slíkum vonbrigðum með P&P! En En kannski til að vera sanngjarn, þá lögðu þeir minnir mig áherslu á í einhverjum viðtölum, að þetta væri EKKI LZ endurkoma, þeir gerðu þetta á allt öðrum forsendum. SVo minnir mig að ég hafi alveg þolað plötuna!

En Kiddi minn góður, ætlaði eiginlega að forvitnast um það hjá þér, hvað væri heitast núna fyrir þína parta, hvernig er Smashingskífan komin út?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2007 kl. 19:05

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sæll Magnús. Ég vissi að P og P væri ekki LZ reunion. En ég varð samt fyrir vonbrigðum því að prógrammið var ekki skemmtilegt fyrir minn smekk. Heimstónlistaráhrifin gengu ekki upp í LZ lögunum og þó platan hafi verið ok náðu þeir ekki stemmingu live fannst mér :-)

Annars er ég að hlusta á þessa dagana-

Soulsavers & Mark Lanegan-It's not the way you fall. Æðisleg plata

Aðrar góðar nýjar eru fyrir minn smekk-

White Stripes-Icky Thump

Dream Theater-Systematic Chaos

Machine Head-The Blackening

Bruce Springsteen-Live in Dublin

Porcupine Tree-Fear of a blank planet

Air-Pocket Symphony

Richard Thompson-Sweet warrior

Rickie Lee Jones-Sermon on exposition Boulevard

!!!-Myth Takes

CocoRosie-Adventures

Svo eru nokkrar ágætar eins og

Scorpions-Humanity

Megadeth-United Abominations

Rush-Snakes and arrows

Tori Amos-American Doll Posse

Kings of Leon-Because of the times

Grinderman-Grinderman

Paul McCartney-Memory Almost full

Og að lokum nokkrar sem hafa verið geysileg vonbrigði

Marilyn Manson-Eat me drink me

Chris Cornell-Carry on

Ozzy Osbourne-Black Rain

Svo var ég að fá í dag nokkur spennandi box sett sem ég er spenntur að kafa í

Real Life Permanent Dreams: A cornucopia of British psychedelia 1965-1970

Babylon's Burning: The Rough n'ready rise of punk eawk 1973-1978

Keeping the faith: 40 years of Northern Soul

:-) :-)

Kristján Kristjánsson, 6.7.2007 kl. 19:37

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þúsund þakkir Kiddi!

Fjölbreytt flóra hjá þér og kemur svosem ekki á óvart!

Staldra við allavega þrennt þarna strax, hef haft dálæti á Porcupine Tree, eru þeir að fylgja vel eftir Dead Wing? (plata ársins hjá Kerrang! 2005?) Sú skífa þrusugóð. Þeir eru svona breskt andsvar við Incubus, Tool og slíkum ameriskum böndum finnst mér.

Eitt sem mér fannst Seattlebylgjan skilja eftir sig, voru ekki hvað síst afbragðssöngvarar, Cornell og Lanegan fóru þar ekki hvað síst fremst ´flokki, gerir mig mjög forvitin um allavega Lanegan. Cornell hefur bara verið ærið misjafn finnst mér á sólóferlinum, en Bondlagið féll vel í kramið hjá mér.

Og "Hanoverhundarnir" eru bara ódrepandi, eru ekki komin ein 35 ár já þeim? Og Mikki Skenkur bróðir Dolla með eða hvað?

Airplatan fín? Hmmm, VAr líka skotin í Dream Theater o.s.frv. En þeir Klikkuðu "klikka" semsagt OZZy og Mansoninn, sama eiginlega um þann síðarnefnda, en leiðari með goðið!(kannski bara ballöður samdar með Mick Jones?)

Þú væntanlega að selja eitthvað af þessu í Smekkleysu ennþá?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband