Klukk
16.7.2007 | 19:06
Ansans ég var að vonast til að losna við þessa klukkvitleysu. Ég er á móti öllum keðjubréfum þannig ég ætla ekki að gera neinum þann leik að klukka til baka. En hér er minn listi.
1. Hef ekki átt bíl í mörg ár. Er með bílpróf en hef ekki keyrt í mörg ár.
2. Hef aldrei horft á heilann "Raunveruleika" þátt Hef aldrei séð Idol þátt og horfði aldrei á "Rock Star Supernova".
3. Á nokkur hundruð kvikmyndir og tónleika á DVD ásamt óteljandi plötum á CD og Vinyl. Horfi þess vegna nær aldrei á sjónvarp.
4. Hef aldrei "downloadað" lög eða kvikmyndir af netinu.
5. Versla nær aldrei í Kringlu eða Smáralind.
6. Er veikur fyrir söngleikjum. Hef séð næstum alla stærri söngleiki úti á borð við Evitu, Phantom of the opera, Cats, Chess o.fl o.fl og á þá flesta á DVD
7. Átti samfelldan glæpaferil í tvo daga þegar ég var 15 ára. Löggan fannst ég svo glataður að mér var sleppt án ákæru :-)
8. Var einu sinni tekinn og strippaður af tollinum eftir Hróarskelduferð. Farið með mig á spítala og gegnumlýstur. Þeim sem þekkja mig fannst þetta mjög fyndið. Er örugglega lélegasti "dópisti" sögunnar. Eina skiftið sem ég reyndi að reykja hass, ældi ég og varð veikur í marga tíma á eftir
Athugasemdir
atriði nr. 8 VAR óborganlega fyndið
Grumpa, 17.7.2007 kl. 09:23
Ekki man ég eftir að hafa heyrt talað um lið nr. 8, en ég get ímyndað mér að það hefur ekki verið skemmtileg lífsreynsla, og tollarar sjálfsagt ofur-pirraðir að finna ekkert á þér.
Lauja, 17.7.2007 kl. 11:41
Um að gera að segja frá því samt! Nú færðu aldrei frið í tollinum....
Kolgrima, 18.7.2007 kl. 14:57
Ha ha maður sér alveg fyrir sig tollara með kvikindasvip segja. "jæja Kiddi minn koma á bak við með okkur"
Kristján Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 16:05
Hurru Kiddi minn - ég get alveg reddað þessu með tollinn ef þú ert í stuði fyrir endalausum líkamsleitum ;o) Svo ef það fer þannig að ég fer að vinna útá Keflavíkurflugvelli á næsta ári þá skal ég vera dugleg að benda á þig sem stórhættulegan dópglæpamann! ;o)
Guðrún Finnsd. (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.