Góð blanda

 

Gott lag og góður texti eftir John Lennon

 Gott málefni.

 Góð útgáfa með Green Day

 

As soon as you're born they make you feel small
By giving you no time instead of it all
Till the pain is so big you feel nothing at all
A working class hero is something to be
A working class hero is something to be

They hurt you at home and they hit you at school
They hate you if you're clever and they despise a fool
Till you're so fucking crazy you can't follow their rules
A working class hero is something to be
A working class hero is something to be

When they've tortured and scared you for twenty odd years
Then they expect you to pick a career
When you can't really function you're so full of fear
A working class hero is something to be
A working class hero is something to be

Keep you doped with religion and sex and TV
And you think you're so clever and class less and free
But you're still fucking peasants as far as I can see
A working class hero is something to be
A working class hero is something to be

There's room at the top they are telling you still
But first you must learn how to smile as you kill
If you want to be like the folks on the hill
A working class hero is something to be
A working class hero is something to be
If you want to be a hero well just follow me
If you want to be a hero well just follow me

 

Mæli með plötunni Instant Karma: Amnesty Internationl Campaign to safe Darfur

Instant karma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hún semsé komin?

Maja Solla (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já ég fékk hana á Amazon fyrir rúmri viku :-)

Kristján Kristjánsson, 16.7.2007 kl. 23:21

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég var að panta þessa plötu hjá Dóra í plötubúðinni,  plot@simnet.is (plotubudin.blog.is).  Ég hef ekki verið í hópi æstustu aðdáenda Green Day.  Þetta bandaríska popp-pönk (skate-punk) er ekki alveg mín deild.  Ég vil hafa pönkið aðeins harðara og grimmara).  En ég er afar sáttur við flutning þeirra á þessu magnaða 2ja hljóma lagi (það slæðist reyndar einn aukahljómur einu sinni með í rennslinu). 

  Ég er Lennon-aðdáandi upp að því marki að hann gerði margt frábært með Bítlunum.  Sömuleiðis er fyrsta alvöru sólóplata hans,  Plastic Ono Band,  réttilega jafnan ofarlega á listum yfir bestu plötur rokksins.  En fékk vonda dóma þegar hún kom út.  Sem er að sumu leyti skiljanlegt.  Hipparokkið var hæstu hæðum með allt sitt prog og löngu flóknu gítar-,  trommu-  bassa- og hljómborðssólóum út og suður.  Eltingaleikurinn var við flóknar hljómasúpur og frumleg kaflaskipti.

  Þá kom þessi ofurbítill með berstrípaða og ofureinföldu plötu.  Gagnrýnendur kölluðu plötuna óunnið demó.  Kvörtuðu líka undan því að þessi meistari melódíunnar,  nýlega búinn að afgreiða með Bítlunum The Ballad of John and Yoko og annað í þeim dúr,  væri dottinn í þunglyndis pælingar án grípandi króka. 

  Tíminn hefur þó sannarlega unnið rækilega með þessari plötu.  Eftir þá plötu lá leiðin bara niður á við.  Dómgreindarleysi vegna gífurlegrar dópneyslu og drykkju.  Jú, ´jú,  Imagine er fín plata en dálítið ofpoppuð.  Ég ætla ekki að rekja ferilinn nánar.  En sjálfur á ég bara með Lennon þessar 2 fyrstu plötur ásamt Rock ´N'  Roll plötunni sem er 3ja stjörnu plata (af 5) og Sometimes in N.Y City sem varla nær 3 stjörnum. 

  Texti Working Class Hero er snilld.  Ekki síst í því samhengi að John var múltimilli þegar hann gaf þetta út.  Ég á þetta lag með Marilyn Manson og Marianne Faithful.  Þetta er líka aukalag á nýjustu plötu Manic Street Preachers en hef ekki heyrt þa útgáfu.   Enda eru þeir aðeins of poppaðir fyrir minn smekk. 

  En Green Day tækla lagið flott.  

Jens Guð, 17.7.2007 kl. 01:04

4 identicon

Mér finnst Green Day nú reyndar svona varla geta flokkast undir þetta leiðinda skate punk, eins og Sum 41, Good Charlotte og hvað þeir heita allir þessir leiðindaguttar.
Þeir eru þéttir og flottir, athugaðu að þetta er bara 3-piece band.

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég get alveg fallist á að Green Day séu í skárri deildinni.  Sérstaklega á nokkrum síðustu plötum.  Þá er ég að miða við Offspring (sem ég þoli illa) Blink 182 (sem ég þoli líka illa) og Rancid (sem ég þoli pínulítið betur,  stundum) og Millencollin.  Og,  já,  ég er sáttur við flutning þeirra á Working Class Hero.  Ég hef reyndar aldrei hlustað að ráði á Green Day.  En tel mig samt vera með þokkalega yfirsýn yfir þeirra feril.  Poppað pönk er samt sem áður ekki beint mín deild.  Ég sæki í aðeins þyngra og harðara pönk að hætti I Adapt og Mínusar.    

Jens Guð, 18.7.2007 kl. 00:22

6 identicon

Green day er ekkert nema viðbjóður. Hundleiðinlegt og smeðjulegt band. Hinsvegar finnst mér að Jens ætti að gefa Offspring aðeins meiri sjens. Fyrri hluti ferils þeirra er mjög góður þó svo að það hafi hallað undan fæti á síðustu 2- 3 plötum. Smash er einfaldlega með betri plötum tíunda áratugarins og ignition er ljómandi góð líka. Mun rokkaðara og harðara en vögguvísurnar sem Green day bjóða upp á. Sumir eiga að vísu erfitt með að þola söng líffræðingsins Dexter Holland en ég hef alltaf verið hrifinn af honum. Mjög sér á báti, annað en raulið í B. J. Armstrong. Í mínum huga er fyrri hluti ferils The offspring afskaplega fjarskyldur böndum eins og Green day, Sum eitthvað og Blink. Það má vera að þeir séu komnir út af sporinu núna en þeir skilja eftir sig gömul meistaraverk.

Aðalsteinn J. (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 10:39

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hef verið að heyra eitt og eitt lag af þessum diski á Rás 2 og nóg til að þetta er diskur sem mig langar til að eignast og mun eflaust hrinda því í framkvæmd áður en langt um líður. Tribute plötur af ýmsu tagi gefa manni oft nýja sýn á góð lög, sbr. I'm your fan og eins eru útgáfur annarra listamanna á þekktum og minna þekktum lögum oft óskaplega skemmtilegar, t.d. snilldarplatan með David Bowie þar sem hann tekur t.d. Friday on my mind með svo taugaveikluðum hætti að frumútgáfan bliknar. ... Hmmm hjá mig minnir að hún heiti Pinups (já, ég veit ég er á netinu og get flett því upp, en eru ekki athugasemdir svona spontant fyrirbæri, en ekki rannsóknarvinna ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 11:44

8 identicon

Takk fyrir meðmælin. Ég hef eiginlega ekkert annað að segja þar sem að hann Jens virðist nánast tala mínu máli hér svo ég kvitta bara undir það og segist sammála honum.

Ragga (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 16:11

9 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég hef ekki fallið fyrir þessu svokallaða Skeit-pönki. Blink 182 og allur sá jazz. En ég nenni yfirleitt ekki að velta mér uppúr því og það fer bara inn um eitt og út um hitt Ég á eina plötu með Offspring sem er fín en hef lítið pælt í þeim síðan.

Anna: Það er alveg rétt þegar maður bloggar á maður ekkert að þurfa vinna heimlidarvinnu Og þetta var líka kór-rétt hjá þér. Pinups hét hún og mér fannst hún æði.

Kristján Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 16:20

10 identicon

Ég átti Pinups á vinyl þegar ég var svona 10 ára. Veit ekkert hvar hún er niðurkomin núna.

Maja Solla (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 20:43

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í fyrsta lagi er Jens alveg yndislegur ANDSKOTI! Fólk ætti ekki að efast um það!

En Green DAy eru að mínu gamla pælingaviti góð sveit, ekki síst vegna þess að þeir eru fínir á sviði! Mjög fínt "Groove" í þessu hjá þeim hérna og hvað sem fólki svo annars finnst um Billie Joe og Co. þá hefur þeim tekist býsna vel að flétta saman popp og pönkáhrifum.

En Offspring og fleiri hafa líka átt sína góðu spretti, hefði þó gaman af að vita hvað Aðalsteinn á við um "fyrri hluta" ferils sveitarinnar!

Annars á ég slatta af svona "Tileinkunarskífum" þær eru nú allar ama marki brenndar, eru afskaplega misjafnar og eiga auðvitað í sjálfu sér að vera það!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 16:06

12 identicon

Ég var nú bara að meina svona fyrstu fjórar plöturnar eða svo. Plöturnar til og með "Americana" hafa upp á takmarkað að bjóða. Mig minnir að hið hrútleiðinlega "Pretty fly (for a white guy)" sé á Americana sem varð svo mesti hittari bandsins síðan þeir gáfu út Smash. Það segir sitt. Ég á nú samt allar plöturnar ef frá er talinn sú nýjasta. Maður verður að gefa þeim sjens áfram, þeir eiga það skilið.

Aðalsteinn J. (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.