Strætóraunir

Það er alveg með ólíkindum að Reykjavík þurfi að vera eina stórborgin í heiminum sem getur ekki haldið út almennilegu strætókerfi? Það er heldur ekkert skrýtið að það skuli vera neikvæð umræða um strætó. Dæmi- Labbaði í rólegheitunum á hverfisgötunni í hádeginu. Þegar ég átti örfáa metra að stoppistöð sá ég vagninn sem ég ætlaði að taka nálgast 4 mínútum of snemma. Ég vinkaði vagninum og bílstjórinn horfði á mig tómlegum augum og keyrði framhjá mér. Ég gékk eina stoppustöð að hlemmi og þar var sami vagninn sem beið, líklegast vegna þess að hann var of snemma. Bílstjórinn var farinn og annar kominn í staðinn þannig ég náði ekki að kvarta enda lítið gagn að fá tómlegann fýlusvip á móti sér. 

 

Þetta er ástæðan fyrir neikvæðri umfjöllun ásamt lélegu strætókerfi. Svo einfalt er það. Þó að stoppistöðvar heiti einhverjum nöfnum og þér verði ekki hent úr vagninum ef þú kemur með kaffi og fréttablaðið með þér breytir ekki öllu.

 

Það þarf algerlega nýja hugsun í stjórn Strætó og stjórnendur borgarinnar þurfa að fara hugsa um strætó sem eitthvað annað en ástæðu að geta látið taka mynd af sér.

 

Það er svo margt sem getur verið jáhvætt við að taka strætó. Maður getur slappað af með i-poddinn og góða bók og fylgst með fjölbreyttu mannlífi. Farið að taka ykkur til Gísli Marteinn og co!

 


mbl.is Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætt innlegg hjá þér. Eina sem ég hef við að athuga er að Reykjavík er alls ekki stórborg. Slíkt hugtak eru grillur sem eiga frekar heima í skáldsögum hvað Reykjavík viðkemur.

Við gætum þó sagt að Reykjavík sé stór-dreifð-borg. Það skýrir líka af hverju svona erfitt er að koma við strætósamgöngum.

Ætli Gísli Marteinn noti strætó?

Ólafur Þórðarson, 31.7.2007 kl. 17:17

2 identicon

Sammála. Þetta kerfi er skelfilegt, lendi nær alltaf í vandræðum og ég er þrælreynd strætókona. Þetta verður alltaf verra og verra bara.

Ragga (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Hmm, ég var mjög sáttur strætónotandi í sumar þegar ég ferðaðist daglega fram og til baka í Hafnarfjörð. Sure, það kom fyrir að ég missti af strætó og var of seinn, en ég gat nú venjulega kennt sjálfum mér um það, ekki strætókerfinu.

Ekki að ég hefði neitt mikið á móti því að strætó kæmi á fimm mínútna fresti, en ég á ekki von á því að svo verði í bráð.

Sjálfur er ég frekar sáttur við nýja strætókerfið, kemur mér þangað sem ég þarf að fara hratt og (frekar) örugglega. Auðvitað má bæta kerfið, og ég trúi ekki öðru en að það sé planið.

Ómar Kjartan Yasin, 31.7.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Ok kannski er Reykjavík ekki "Stór" borg en hún og höfuðborgarsvæðið eiga skilið gott strætókerfi til að létta á umferðarálagi. Þannig notast strætókerfið í "Stór" borgum erlendis. Það þekkist varla að fólk sem vinnur inní borgum fari á bílnum sínum í vinnu. Það er hlutur sem væri gaman að Íslendingar mundu smátt og smátt gera meira af. En það gerist ekki með jafnslöppu kerfi og nú er til boða. 

Það er líklegast best Ómar þegar hægt er að taka einn vagn á milli tveggja staða. En ef það þarf að skifta mikið um vagna og fara einhverjar krókaleiðir er strætó mjög óhagstæður því miður.

Kristján Kristjánsson, 31.7.2007 kl. 20:10

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ragga. Ég er líka reyndur strætókall og á margar margar margar margar strætósögur! En það er því miður allt of ljóst að margir sem hafa með ákvarðanir að gera gagnvart bættum strætósamgöngum ferðast aldrei mað strætó og vita yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um.

Kristján Kristjánsson, 31.7.2007 kl. 20:27

6 Smámynd: Grumpa

mér fannst strætókerfið bara ágætt fyrir síðustu breytingu, hentaði mér alla vega mjög vel. síðan fór allt til fjandans

Grumpa, 31.7.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.