Leningrad Cowboys

Gleymi aldrei þegar ég sá myndina Leningrad Cowboys goes to America. Ég lá úr hlátri. Hljómsveitin gaf svo út nokkra diska sem flestir vore mjög skemmtilegir. Það var varla partý nema lag með LC lenti á fóninum. Samstarf þeirra með Kór Rauða Hersins var söguleg. Það var ekki algengt held ég að sá kór blandaði saman við popptónlist. Það eru til tónleikar með þeim á DVD sem eru stórkostlegir. Risakór og þjóðlagadansarar og stórskemmtileg hljómsveit. Ekki slæm blanda. Það eru nokkur lög á You Tube af þessum tónleikum. Hér er myndbandið af laginu "Those were the days" :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þegar vinkona mín Pirkko-Liisa Kastari kom með diskinn þeirra (þennan með kór Rauða hersins) til mín einhvern tíma upp úr 1990 varð til alger aðdáendaklúbbur Leningrad Cowboys með aðsetur heima á Álftanesinu. Þurfti að kaupa slatta af diskum þegar ég fór til Turku 1994. Og ennþá er stór hópur í vinahópnum sem segir alltaf; Thank you very many!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Segi það sama. Ég var með "Thank you very many" kækinn í mörg ár :-)

Ég set alltaf tónleikadiskinn í við og við. Hann er með þeim skemmtilegri :-)

Kristján Kristjánsson, 14.8.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Jens Guð

  Æ,  hvað er langt síðan ég sá myndina.  Sennilega 20 ár eða eitthvað.  Ég man hvað ég hló mikið að ferskum húmornum.  Eins og þegar þeir voru komnir til Bandaríkjanna og búnir að spila þar einu sinni.  Bandaríski frændinn sagði þeim að finnsk þjóðlagamúsík virki ekki í Bandaríkjunum.  Þið verðið að spila rokkmúsík hérna,  sagði hann.

  Næst sást fyrirliði LC rölta inn í plötubúð.  Út um alla búð voru plötuauglýsingar sem vísuðu í rokk og plötur með orðið rokk í titli.  Finninn gekk einbeittur að afgreiðslumanninum og spurði:

  - Áttu til plötu með rokki? 

Jens Guð, 14.8.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, hann er snilld. Ef þú finnur einhvers staðar California Girls í mynd - viltu láta mig vita. Það lag vantar nefnilega í kvikmyndina sem var sýnd hérna á heimilda- og stuttmyndahátíð - á hana einhvers staðar á videói og heilu skátaflokkarnir hafa skemmt sér yfir þessu bandi.  En það væri svo gaman að sjá kallana með hattana syngja California Girls!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2007 kl. 22:36

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað varð um þetta snilldarband ?

Óskar Þorkelsson, 14.8.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þeir eru ennþá starfandi. Hafa reyndar ekki gefið út plötu í mörg ár en eru ennþá að spila slatta af tónleikum. Það er á "að gera" listanum mínum að sjá þá einhverntímann á tónleikum :-)

Kristján Kristjánsson, 14.8.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já Anna læt þig vita ef ég finn það. Hef ekki séð það á netinu allavega.

Kristján Kristjánsson, 14.8.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk, takk þetta var snilld að sjá. Held mikið upp á lögin þeirra og á diska en gaman væri að fá DVD verð að skella mér í að leyta að þeim. Takk enn og aftur.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 23:05

9 Smámynd: Lauja

Mjög skemmtilegt myndband og lagið skemmtilegt. 

Um daginn setti ég lag inn á mína síðu með Modern Talking - þegar ég fór inn á Youtube sá ég að þessir hafa einnig tekið það lag.  Það er ekki hægt að setja samasem merki á flutning á þessu lagi,  hjá þessum mjög svo ólíku "listamönnum".

Lauja, 15.8.2007 kl. 10:35

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sjón´varpið sýndi fyrir svona 10-12 árum upptöku frá tónleikum þar sem kórinn var með, algjör snilld! Á þá einhvers staðar á myndbandi!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.8.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband