Í kvöld...

...ætla ég að hlusta á nýja diskinn með I Adapt sem ég hef beðið spenntur eftir Smile Hann heitir "Chainlike burden".

 

 Annars var hið frábæra blað Classic Rock að velja 30 bestu plötur sem taldar eru hafa áhrif á stefnu þungarokksins í gegnum tíðina. Ég ætla að setja inn 5 á dag í gamni ásamt videóum ef ég finn þau.

 

30. sæti

Black Widow-Sacrifice (1970)

 

Black Widow

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

29. sæti

Uriah Heep-Demos & Wizards (1972)

 

 



28. sæti

Iggy & The Stooges-Raw Power (1973)

 

 



27. sæti

Vanilla Fudge-Vanilla Fudge (1967)

 

 



26. sæti

Sir Lord Baltimore-Kingdom Come (1971)

 

 



Kem með fleiri sæti á morgun Devil



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Af hverju ætli þú sért búinn að fá nýja I Adapt diskinn en ekki ég? Kannski af því að ég borgaði hann fyrirfram fyrir mörgum vikum?

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 01:30

2 identicon

Ég vona að það séu einnig nýrri plötur en þessar á listanum. Stærsti galli við svo til alla lista sem þessa er gengdarlaus fortíðarhyggja.

Án þess að mig langi að vera svartsýnn spái ég því að það séu innan við fimm plötur á listanum útgefnar eftir 1990 og að hin gífurlega ofmetna "Black album" með Metallica sé ein þeirra.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Jens: I Adapt diskurinn kom í Smekkleysubúðina í gær og ég keypti hana um leið. Held hún hafi komið til landsins í gær. 

Aðalsteinn: Það eru mest gamlar plötur á þessum lista. Það er kannski hægt að réttlæta það að einhverju leiti með að þetta eru plötur sem taldar eru haft áhrif á fæðingu þungarokksins sem tónlistarstefnu.

Annars eru svona listar alltaf til skemmtunar finnst mér og yfirleitt er maður ósammála en oft dúkka inn plötur sem hafa farið framhjá manni og gaman að tékka á. 

Kristján Kristjánsson, 29.8.2007 kl. 11:49

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Vanilla Fudge er æðisleg. Efast stórlega um að svarta Metallikkuplatan, sem öfugt við sum eldri verk sveitarinnar er alls ekki ofmetin, sé á listanum yfir þessar plötur sem hafa haft áhrif á fæðisngu metalsins.

Ingvar Valgeirsson, 29.8.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já mér líst rosalega vel á þessa Vanilla Fudge plötu. Ég á hana ekki og setti hana í pöntun. Greinilega góð "sækadelía"

Kristján Kristjánsson, 29.8.2007 kl. 13:26

6 identicon

OK. Fæðing metalsins, þá lítur þetta vissulega öðruvísi út.

En Black album er samt gífurlega ofmetinn. byrjunin á löngu falli þessar fyrrum stórkostlegu sveitar. Black album er þó mun betri en þessi load vitleysa öll.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.